Starf slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 2408030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1222. fundur - 09.09.2024

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra þar sem lögð er fram tillaga að auknu starfshlutfalli slökkviliðsstjóra, úr 50% í 75% sem taki gildi frá og með 1. október 2024. Byggðarráð samþykkir breytinguna enda rúmast hún innan fjárhagsáætlunar 2024. Núverandi slökkviliðsstjóri var ráðinn til eins árs í september 2023 og er ráðningartími hans því að renna út. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starfið laust til umsóknar.

Byggðarráð - 1228. fundur - 07.10.2024

Starf slökkviliðsstjóra var auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 1. október sl. Ein umsókn barst.
Byggðarráð samþykkir að ráða Val Frey Halldórsson í 75% starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember nk.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 17.10.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir ráðningu Vals Freys Halldórssonar í 75% starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?