Byggðarráð

1228. fundur 07. október 2024 kl. 14:00 - 16:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólafsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Magnús Magnússon
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Viktor Ingi Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Magnús Vignir Eðvaldsson
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Varaformaður setti fund.

1.Lokaskýrsla 2024

Málsnúmer 2409091Vakta málsnúmer

Byggðarráð þakkar skipuleggjendum Elds í Húnaþingi greinargóðar upplýsingar.

2.Blakfélagið Birnur - Umsókn um styrk

Málsnúmer 2410012Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir niðurfellingu á leigu á íþróttahúsi vegna Íslandsmóts í blaki sem fram fer dagana 8.-10. nóvember nk.

3.Ráðning slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 2408030Vakta málsnúmer

Starf slökkviliðsstjóra var auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 1. október sl. Ein umsókn barst.
Byggðarráð samþykkir að ráða Val Frey Halldórsson í 75% starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember nk.

4.Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

5.Stafræn byggingarleyfi - einn staður fyrir byggingarleyfi

Málsnúmer 2410001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

6.Samantekt um urðaðan úrgang hjá Norðurá bs

Málsnúmer 2410013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?