.1
2406059
Svar Vegagerðarinnar vegna afgreiðslu umsóknar um fjármagn til viðhalds styrkvega
Landbúnaðarráð - 213
Áður á dagskrá 211. fundar landbúnaðarráðs sem haldinn var þann 3. júlí 2024. Lagt fram svar Vegagerðarinnar við beiðni ráðsins um heildarlista úthlutunar ásamt rökstuðningi fyrir úthlutun. Í svari Vegagerðarinnar er heildarlisti úthlutunar en rökstuðningur fylgir ekki. Í svarinu kemur jafnframt fram að heildarfjárhæð til úthlutunar hafi farið lækkandi undanfarin ár, úr 182 milljónum 2022 í 114,5 í ár. Í samtölu með sundurliðun kemur hins vegar fram að úthlutun nemi 95 milljónum. Í svarinu kemur auk þess fram að við úthlutun sé litið til umfangs og rökstuðnings. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir nánari upplýsingum, svo sem matsblaði vegna mats á umsóknum. Einnig óskar ráðið eftir að framvegis fylgi tilkynningu um úthlutun sundurliðaður listi yfir úthlutun hvers árs og þær upplýsingar gerðar aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar eins og almennt er gert þegar fjármunum er úthlutað úr opinberum sjóðum.
.2
2409085
Vetrarveiði á ref veturinn 2024/2025
Landbúnaðarráð - 213
Landbúnaðarráð óskar eftir að fá kr. 1.500.000 í fjárveitingu á árinu 2024 til vetrarveiða á ref. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðilum til vetrarveiða á ref með umsóknarfresti til 1. nóvember næstkomandi, með fyrirvara um að fjármagn fáist.
.3
2409086
Uppgjör sumarvinnu fjallskiladeilda
Landbúnaðarráð - 213
Uppgjör sumarvinnu fjallskiladeilda hafa ekki borist en frestur til að skila reikningum var til 30. september. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir upplýsingum frá deildunum.