Skipulags- og umhverfisráð

370. fundur 03. október 2024 kl. 14:00 - 15:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Fríða Marý Halldórsdóttir aðalmaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
  • Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulags- og byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.Búland, breyting á deiliskipulagi.

Málsnúmer 2406007Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan hefur verið auglýst frá 31. júlí til 13. september 2024.
Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.

Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Rarik, Mílu og Skipulagsstofnun.

Míla og Rarik óska eftir því að samráð sé haft þegar framkvæmdir hefjast.

Nefndin tekur undir það að samráð sé unnið með veituaðilum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

2.Austan Norðurbrautar, breyting á deiliskipulagi.

Málsnúmer 2406008Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan hefur verið auglýst frá 31. júlí til 13. september 2024.
Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.

Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Rarik, Mílu og Skipulagsstofnun.

Míla og Rarik óska eftir því að samráð sé haft áður en framkvæmdir hefjast á lóðinni.

Nefndin tekur undir það að samráð sé unnið með veituaðilum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3.Kvíslatunguvirkjun, umsagnarbeiðni.

Málsnúmer 2409090Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við skipulagstillöguna.

4.Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037

Málsnúmer 2307010Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.

5.Gilsbakki og Árbakki, hnitsetning lóða.

Málsnúmer 2408003Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hnitsetningu lóða.

6.Pétursstaðir, umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2409011Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.

7.Tómasarbær, fyrirspurn um byggingarlóð.

Málsnúmer 2409089Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu um stofnun lóðar undir byggingu vélageymslu/skemmu í gamla þorpinu á Borðeyri. Með hliðsjón af verndarsvæði í byggð sem unnin var 2018 um elsta hluta Borðeyrar "plássið" samkvæmt lögum nr. 87/2015 og reglugerð nr. 575/2016, er mikilvægt að viðhalda menningarsögulegu gildi verslunarstaðarins. Nefndin telur að slíkt mannvirki myndi rýra heildarásýnd svæðisins og stefna í hættu varðveislu sögulegs arfleifðar, sem er lykilatriði í framtíðaruppbyggingu Borðeyrar sem verndarsvæðis.

Skipulagsfulltrúa er falið að vinna með málsaðilum um möguleika á byggingarreit sem er í eigu sveitarfélagsins á Borðeyri sem er utan verndarsvæðis.

8.Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms á Hvammstanga

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynna þarf fyrir eigendum að Þórðartröð 10, Garðarströð 1, Jónströð 6.7.8 og Hallartröð 2.

9.Laxárdalur 2, umsókn um byggingarheimild.

Málsnúmer 2410009Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.
Formaður leggur til að færa fundartíma og verða fundir nefndarinnar framvegis kl 13:00.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Var efnið á síðunni hjálplegt?