Tómasarbær, fyrirspurn um byggingarlóð.

Málsnúmer 2409089

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 370. fundur - 03.10.2024

Lokka ehf. sendir inn fyrirspurn varðandi stofnun byggingarreits á lóð Tómasarbæ L221111.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu um stofnun lóðar undir byggingu vélageymslu/skemmu í gamla þorpinu á Borðeyri. Með hliðsjón af verndarsvæði í byggð sem unnin var 2018 um elsta hluta Borðeyrar "plássið" samkvæmt lögum nr. 87/2015 og reglugerð nr. 575/2016, er mikilvægt að viðhalda menningarsögulegu gildi verslunarstaðarins. Nefndin telur að slíkt mannvirki myndi rýra heildarásýnd svæðisins og stefna í hættu varðveislu sögulegs arfleifðar, sem er lykilatriði í framtíðaruppbyggingu Borðeyrar sem verndarsvæðis.

Skipulagsfulltrúa er falið að vinna með málsaðilum um möguleika á byggingarreit sem er í eigu sveitarfélagsins á Borðeyri sem er utan verndarsvæðis.
Var efnið á síðunni hjálplegt?