Austan Norðurbrautar, breyting á deiliskipulagi.

Málsnúmer 2406008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 368. fundur - 06.06.2024

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á deiliskipulaginu skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð - 370. fundur - 03.10.2024

Skipulagstillagan hefur verið auglýst frá 31. júlí til 13. september 2024.
Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.

Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands, Rarik, Mílu og Skipulagsstofnun.

Míla og Rarik óska eftir því að samráð sé haft áður en framkvæmdir hefjast á lóðinni.

Nefndin tekur undir það að samráð sé unnið með veituaðilum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Var efnið á síðunni hjálplegt?