Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms á Hvammstanga

Málsnúmer 2410006

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 370. fundur - 03.10.2024

Óskað er eftir breytingum á reiðstíg við Jónströð 7. Í gildandi deilsikipulagi er reiðstígur staðsettur vestan við Jónströð 7 og færist austan megin við lóðina og liggi að Hallartröð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynna þarf fyrir eigendum að Þórðartröð 10, Garðarströð 1, Jónströð 6.7.8 og Hallartröð 2.

Skipulags- og umhverfisráð - 372. fundur - 06.02.2025

Deiliskipulagbreytingin felur í sér breytingar á reiðleið sem færð er austanmegin við lóð Böðvarströð 7, var áður vestan megin við lóðina í gildandi skipulagi. Við færslu reiðvegar færist lóðin til vesturs sem því nemur og stækkar úr 1.140m² í 1.348m².

Einnig er breyting á lóð Þórðartraðar 8 sem felur í sér breytingu á húsagerð H1 í H2 í skipulaginu.
Deiliskipulagið hefur verið grenndarkynnt málsaðilum og hefur fengið meðferð í samræmi við ákvæði 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulegar breytingar á deiliskipulagi Kirkjuhvamms.
Var efnið á síðunni hjálplegt?