Skipulags- og umhverfisráð

372. fundur 06. febrúar 2025 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir aðalmaður
  • Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnussen skipulags- og byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Kirkjuhvamms á Hvammstanga

Málsnúmer 2410006Vakta málsnúmer

Deiliskipulagbreytingin felur í sér breytingar á reiðleið sem færð er austanmegin við lóð Böðvarströð 7, var áður vestan megin við lóðina í gildandi skipulagi. Við færslu reiðvegar færist lóðin til vesturs sem því nemur og stækkar úr 1.140m² í 1.348m².

Einnig er breyting á lóð Þórðartraðar 8 sem felur í sér breytingu á húsagerð H1 í H2 í skipulaginu.
Deiliskipulagið hefur verið grenndarkynnt málsaðilum og hefur fengið meðferð í samræmi við ákvæði 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulegar breytingar á deiliskipulagi Kirkjuhvamms.

2.Aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2033-heildarendurskoðun

Málsnúmer 2501064Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn vegna heildarendurskoðun á aðalskipulagi

Strandabyggðar 2021-2033.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við heildarendurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar 2021-2033.

3.Br-ASK-Sindrastaðir

Málsnúmer 2501067Vakta málsnúmer

Teiknistofan Landslag ehf f.h. landeiganda óskar eftir heimild til að breyta aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026, og hefja vinnu á deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Sindrastaða (Lækjamót II land, L223272).

Hugmyndir landeigenda eru að byggja upp 40-60 herbergja hótel á milli Víðidalsvegar og Víðidalsár og byggja 30-40 orlofshús til útleigu í aflíðandi hlíð austarlega á jörðinni á svæði sem snýr heppilega á móti sól. Vegna þessa er óskað eftir að tvö svæði á jörðinni verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila vinnu við breytingar á aðalskipulagi í landi Sindrastaða.

4.Þorfinnsstaðir, umsókn um stofnun vegsvæðis.

Málsnúmer 2502008Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir um stofnun 19.390 m² vegsvæðis úr landi Þorfinnsstaða L144589, samkvæmt uppdrætti gerðum af Vegagerðinni, dagsettum í maí 2021.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun vegsvæðis úr landi Þorfinnsstaða L144589.

5.Víðigerði lóð, umsókn um samruna lóðar.

Málsnúmer 2502017Vakta málsnúmer

Kristinn Bjarnason, sækir um f.h. K.L.H. ehf., að fasteignin Víðigerði lóð L217807 verði að Víðigerði L144644 og að Víðigerði lóð L217807 verði felld úr fasteignaskrá.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja samruna lóða og að Víðigerði lóð L217807 verði felld úr fasteignaskrá, með fyrirvara um undirritun eiganda.

6.Kirkjuhvammur aðstöðuhús, umsókn um stofnun lóðar.

Málsnúmer 2502021Vakta málsnúmer

Húnaþing vestra, sækir um að stofna 854 m² lóð úr landi Kirkjuhvamms L144485, samkvæmt uppdrætti gerðum af Káraborg ehf. dagsettum þann 04.02.2025. Sótt er um að lóðin fái staðfangið Kirkjuhvammur aðstöðuhús.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?