-
Byggðarráð - 1229
Byggðarráð samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 17. október 2024.
-
Byggðarráð - 1229
Áður á dagskrá 1222. fundar byggðarráðs þann 9. september sl. þar sem samþykkt var að kalla eftir umsögnum starfsmanna um stefnuna. Var það gert með fresti til 11. október sl. Ein umsögn barst sem innihélt ekki efnislegar athugasemdir. Viðverustefnan er því lögð fram í óbreyttri mynd. Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
-
Byggðarráð - 1229
Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að ganga frá sölu á íbúð að Hlíðarvegi 25, neðri hæð norður, fastanúmer 221-4010. Umboðið nær til þess að undirrita kaupsamning, uppgjör, afsal, skuldabréf og öll önnur nauðsynleg skjöl vegna sölu framangreindrar eignar.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1229
Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að skoða málið með rekstrarstjóra.
-
Byggðarráð - 1229
Byggðarráð samþykkir að úthluta Berg verktökum ehf. lóðina Lindarveg 1A, landnúmer 226-127, með þeim skilmálum sem um lóðina gilda skv. deiliskipulagi og reglum um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra frá 1. janúar 2023.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.