Byggðarráð

1221. fundur 26. ágúst 2024 kl. 14:30 - 16:07 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Umsókn um námsstyrk

Málsnúmer 2407019Vakta málsnúmer

Dagrún Sól Barkardóttir starfsmaður Grunnskóla Húnaþings vestra óskar eftir styrk til MT-náms til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri. Fyrir liggur jákvæð umsögn skólastjóra grunnskólans vegna umsóknarinnar. Byggðarráð samþykkir veitingu námsstyrks skólaárið 2024-2025 í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.

2.Umsókn um námsstyrk

Málsnúmer 2407018Vakta málsnúmer

Viktor Ingi Jónsson starfsmaður Grunnskóla Húnaþings vestra óskar eftir styrk til MT-náms til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri. Fyrir liggur jákvæð umsögn skólastjóra grunnskólans vegna umsóknarinnar. Byggðarráð samþykkir veitingu námsstyrks skólaárið 2024-2025 í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.

3.Umsókn um stofnframlag vegna íbúðaruppbyggingar að Norðurbraut 15

Málsnúmer 2408018Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stofnframlag Húnaþings vestra vegna íbúðauppbyggingar að Norðurbraut 15 í samvinnu við Brák íbúðafélag. Um er að ræða átta íbúða hús til útleigu. Heildarumfang verkefnisins er kr. 400.887.071 og framlag Húnaþings vestra 12% eða kr. 48.106.449. Húnaþing vestra mun fjármagna sinn hlut með opinberum gjöldum og sölu eigna í samræmi við tillögur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur í eigu sveitarfélagsins sem samþykkt var 371. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 14. september 2023.

Byggðarráð samþykkir umsóknina og felur Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra að skila umsókninni inn. Sveitarstjóra er jafnframt falið að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við framangreint.

4.Milliuppgjör sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja, annar ársfjórðungur 2024.

Málsnúmer 2308025Vakta málsnúmer

Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti milliuppgjör eftir fyrstu sex mánuði ársins, en framkvæmdaráð fór yfir það á fundi sínum þann 26. ágúst. Rekstur er almennt samkvæmt áætlun.

5.Forsendur fjárhagsáætlunar 2025

Málsnúmer 2408023Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir tillögur að helstu forsendum fyrir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2025, ásamt 3ja ára áætlun.

Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur.

6.Skipulag vinnu fjárhagsáætlunar 2025

Málsnúmer 2408023Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Unnar Valborgar Hilmarsdóttur sveitarstjóra og Elínar Jónu Rósinberg sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinnulagi við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2025 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2026-2028.

Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu.

7.Fundargerð 464. fundar Hafnasambands Íslands frá 15. ágúst 2024

Málsnúmer 2408017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð samráðsfundar Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra um almenningssamgöngur.

Málsnúmer 2408004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

9.Landbúnaðarráð - 212

Málsnúmer 2407005FVakta málsnúmer

Fundur haldinn 14. ágúst. Fundargerð í 6 liðum. Formaður byggðarráðs kynnti.


Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  • 9.1 2407037 Samantekt um ágangsmál
    Landbúnaðarráð - 212 Lögð fram til kynningar samantekt Jóns Guðmanns Péturssonar um ágangsmál.
  • 9.2 2408005 Fyrirkomulag gæsaveiða í Húnaþingi vestra haustið 2024
    Landbúnaðarráð - 212 Samþykkt að hafa fyrirkomulag gæsaveiða óbreytt frá fyrra ári.
    Gæsaveiðar 2024 verða með eftirfarandi hætti:
    Veiðimönnum með gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til gæsaveiða í eignarlöndum sveitarfélagins. Í boði er að kaupa leyfi á þremur svæðum;
    a. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Víðidalstunguheiði austan Víðidalsár ásamt jörðinni Öxnártungu.
    b. Víðidalstunguheiði vestan Víðidalsár ásamt jörðunum Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi og Króki.
    c. Eignarhlutur Húnaþings vestra í Arnarvatnsheiði og Tvídægru.
    Hvert veiðileyfi gildir þann dag sem tilgreindur er á viðkomandi leyfi og er útgefið innan þess gæsaveiðitíma sem umhverfisráðuneytið gefur út vegna ársins 2024. Leyfið veitir einungis skráðum handhafa þess heimild til veiða á umræddu svæði á áðurnefndum tíma. Um er að ræða sölu á dagsleyfum.
    Leyfin verða til sölu hjá Hallfríði Ólafsdóttur í Víðidalstungu. Verð fyrir hvert leyfi er kr. 9.000 á dag.
    Fjöldi veiðimanna á veiðisvæði er takmarkaður við 4 byssur á hverju svæði á dag. Veiðimenn eru hvattir til að tilkynna veiðar án leyfis til eftirlitsmanns.
    Með vísan til 7. gr. Fjallskilasamþykktar Húnaþings vestra er óheimilt að nýta hunda og flygildi (dróna) til veiða fyrr en fyrstu göngum á viðkomandi afrétti er lokið.
    Fjallskiladeildir í Húnaþingi vestra hafa heimild til að loka vegum og vegslóðum sem eru á forræði sveitarfélagsins án fyrirvara ef talið er að þeir liggi undir skemmdum vegna tíðarfars og umferðar. Veiðileyfið veitir því ekki tryggingu fyrir því að ávallt sé hægt að aka að veiðisvæði. Veiðileyfi eru ekki endurgreidd.
    Þess er vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem hér er kynnt og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum.
    Bókun fundar Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  • 9.3 2407055 Fyrirkomulag rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra haustið 2024
    Landbúnaðarráð - 212 Samþykkt að hafa fyrirkomulag rjúpnaveiða óbreytt frá fyrra ári og verður með eftirfarandi hætti haustið 2024.
    Veiðimönnum með gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til rjúpnaveiða í eignarlöndum sveitarfélagins. Í boði verða tvenns konar leyfi sem gefin verða út á jafnmörg svæði, en þau eru;
    a) Eignarhlutur Húnaþings vestra í Víðidalstunguheiði ásamt jörðunum Króki, Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi og eignarhlut Húnaþings vestra í Öxnártungu (svæði 1).
    b) Eignarhlutur Húnaþings vestra í Arnarvatnsheiði og Tvídægru (svæði 2).
    Hvert veiðileyfi sem selt er gildir á veiðitíma rjúpu sem umhverfisráðuneytið gefur út vegna ársins 2024 og veitir einungis skráðum handhafa þess heimild til veiða á umræddu svæði á áðurnefndum tíma. Um er að ræða sölu á dagsleyfum.
    Veiðileyfin verða til sölu hjá Hallfríði Ólafsdóttur í Víðidalstungu. Verð fyrir hvert leyfi er kr. 11.000 á dag.
    Fjöldi veiðimanna á veiðisvæði 1 er takmarkaður við 4 byssur á dag, en 5 byssur á svæði 2. Veiðimenn eru hvattir til að tilkynna veiðar án leyfis til eftirlitsmanns.
    Fjallskiladeildir í Húnaþingi vestra hafa heimild til að loka vegum og vegslóðum sem eru á forræði sveitarfélagsins án fyrirvara ef talið er að þeir liggi undir skemmdum vegna tíðarfars og umferðar. Veiðileyfið veitir því ekki tryggingu fyrir því að ávallt sé hægt að aka að veiðisvæði. Veiðileyfi eru ekki endurgreidd.
    Þess er vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem hér er ákveðið og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að náttúruauðlindum.
    Bókun fundar Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  • 9.4 2408006 Veiðieftirlit vegna gæsa- og rjúpnaveiða haustið 2024
    Landbúnaðarráð - 212 Samþykkt að veiðieftirlit verði með sama hætti og undanfarin ár. Lagður fram samningur við eftirlitsmann, Júlíus Guðna Antonsson, um eftirlitið. Landbúnaðarráð samþykkir samninginn. Bókun fundar Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  • 9.5 2407062 Greinargerð fjallskiladeildar Miðfirðinga vegna heiðargirðinga 2023
    Landbúnaðarráð - 212 Lögð fram til kynningar. Landbúnaðarráð þakkar samantektina.
  • 9.6 2407063 Greinargerð fjallskiladeildar Víðdælinga vegna heiðargirðinga 2023
    Landbúnaðarráð - 212 Lögð fram til kynningar. Landbúnaðarráð þakkar samantektina.

10.Fræðsluráð - 247

Málsnúmer 2407003FVakta málsnúmer

Fundur haldinn 21. ágúst. Fundargerð í 5 liðum. Formaður fræðsluráðs kynnti.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  • 10.1 2402057 Skóladagatal leikskóla 2024-2025
    Fræðsluráð - 247 Lögð fram beiðni skólastjóra leikskóla um breytingu á skóladagatali ásamt rökstuðningi. Vilji starfsmanna og foreldra hefur verið kannaður og ekki andstaða við breytingarnar sem snúa að því að heilum starfsdögum verði fækkað og í stað þeirra verði fundartími fyrsta mánudag í mánuði frá 8:00 - 10:00 og leikskóli þar með lokaður á þeim tíma. Fræsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali 2024-2025.
  • 10.2 2407066 Íþrótta- og tómstundamál 24-25
    Fræðsluráð - 247 Íþrótta- og tómstundafulltrúi boðaði forföll en sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu áhersluþætti framundan í starfi íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar samkvæmt samantekt frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.
  • 10.3 2407065 Forvarnaáætlun Norðurlands vestra
    Fræðsluráð - 247 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti forvarnaáætlun Norðurlands vestra sem fengið hefur heitið ForNor og hægt er að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins.
  • 10.4 2407064 Starfsáætlun fræðsluráðs 24-25
    Fræðsluráð - 247 Farið yfir starfsáætlun fræðsluráðs fyrir starfsárið.
  • 10.5 2401004 Helstu verkefni Fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024
    Fræðsluráð - 247 Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs. Þar má nefna vinnu við endurmenntunaráætlun, undirbúning samfélagsmiðstöðvar, tæknismiðju (FabLab) og störf tengslafulltrúa, rafræn eyðublöð, Krakkasveifluna, stuðningsáætlanir o.fl.
    Mál til afgreiðslu og í vinnslu eru 70 og einstaklingsmál eru 76. Farið var yfir helstu verkefni munnlega og til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:07.

Var efnið á síðunni hjálplegt?