.1
2402057
Skóladagatal leikskóla 2024-2025
Fræðsluráð - 247
Lögð fram beiðni skólastjóra leikskóla um breytingu á skóladagatali ásamt rökstuðningi. Vilji starfsmanna og foreldra hefur verið kannaður og ekki andstaða við breytingarnar sem snúa að því að heilum starfsdögum verði fækkað og í stað þeirra verði fundartími fyrsta mánudag í mánuði frá 8:00 - 10:00 og leikskóli þar með lokaður á þeim tíma. Fræsluráð samþykkir breytingu á skóladagatali 2024-2025.
.2
2407066
Íþrótta- og tómstundamál 24-25
Fræðsluráð - 247
Íþrótta- og tómstundafulltrúi boðaði forföll en sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu áhersluþætti framundan í starfi íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar samkvæmt samantekt frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.
.3
2407065
Forvarnaáætlun Norðurlands vestra
Fræðsluráð - 247
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti forvarnaáætlun Norðurlands vestra sem fengið hefur heitið ForNor og hægt er að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins.
.4
2407064
Starfsáætlun fræðsluráðs 24-25
Fræðsluráð - 247
Farið yfir starfsáætlun fræðsluráðs fyrir starfsárið.
.5
2401004
Helstu verkefni Fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024
Fræðsluráð - 247
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs. Þar má nefna vinnu við endurmenntunaráætlun, undirbúning samfélagsmiðstöðvar, tæknismiðju (FabLab) og störf tengslafulltrúa, rafræn eyðublöð, Krakkasveifluna, stuðningsáætlanir o.fl.
Mál til afgreiðslu og í vinnslu eru 70 og einstaklingsmál eru 76. Farið var yfir helstu verkefni munnlega og til kynningar.