Umsókn um stofnframlag vegna íbúðaruppbyggingar að Norðurbraut 15

Málsnúmer 2408018

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1221. fundur - 26.08.2024

Lögð fram umsókn um stofnframlag Húnaþings vestra vegna íbúðauppbyggingar að Norðurbraut 15 í samvinnu við Brák íbúðafélag. Um er að ræða átta íbúða hús til útleigu. Heildarumfang verkefnisins er kr. 400.887.071 og framlag Húnaþings vestra 12% eða kr. 48.106.449. Húnaþing vestra mun fjármagna sinn hlut með opinberum gjöldum og sölu eigna í samræmi við tillögur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur í eigu sveitarfélagsins sem samþykkt var 371. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 14. september 2023.

Byggðarráð samþykkir umsóknina og felur Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra að skila umsókninni inn. Sveitarstjóra er jafnframt falið að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við framangreint.

Byggðarráð - 1225. fundur - 23.09.2024

Áður á dagskrá 1221. fundar byggðarráðs sem haldinn var þann 26. ágúst sl. Lögð fram tilkynning frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um samþykki á umsókn Húnaþings vestra fyrir hönd Brákar íbúðarfélags hses. á stofnframlagi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Samþykkt er að veita 18% stofnframlag og sérstakt byggðaframlag vegna byggingar 8 íbúða að Norðurbraut 15. Eins og fram kemur í bókun 1221. fundar er skuldbinding Húnaþings vestra í verkefninu alls kr. 48.106.449. Þar kemur einnig fram að Húnaþing vestra mun fjármagna sinn hlut með opinberum gjöldum og sölu eigna í samræmi við tillögur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur í eigu sveitarfélagsins sem samþykkt var á 371. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 14. september 2023.

Einnig lögð fram drög að auglýsingu eftir byggingarverktökum.

Byggðarráð fagnar niðurstöðu umsóknarinnar enda er þörf á uppbyggingu leiguhúsnæðis í sveitarfélaginu mikil. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að verkefninu í samstarfi við Brák íbúðafélag.
Var efnið á síðunni hjálplegt?