Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna áskorunar til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga

Málsnúmer 2403037

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1208. fundur - 18.03.2024

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna áskorunar um breytingar á gjaldskrám í tengslum við kjarsamninga. Í því kemur fram að ekki er gert ráð fyrir að gjaldskrárlækkanir verði afturvirkar. Einnig kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að breytingarnar nái til gjaldskráa sem lögum samkvæmt eiga að standa undir kostnaði við viðkomandi þjónustu eins og t.d. gjaldskrár fráveitu, vatnsveitu og meðhöndlun úrgangs. Þá er ekki átt við endurskoðun á álagningu skatta þ.e. fasteignaskatts og útsvars.
Var efnið á síðunni hjálplegt?