Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 2403040

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1208. fundur - 18.03.2024

Bætt á dagskrá:
Lagður fram viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Í viðaukanum er kveðið á um að gildistími samningsins framlengist um eitt ár og verði út árið 2024 í stað út árið 2023. Engar aðrar breytingar eru gerðar. Kemur viðaukinn til vegna úttektar á starfsemi náttúrustofa sem fram fer á árinu í tengslum við endurnýjun samninga um rekstur stofanna. Byggðarráð samþykkir viðaukann.
Var efnið á síðunni hjálplegt?