Slagorð Húnaþings vestra

Málsnúmer 2403060

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1210. fundur - 08.04.2024

Lögð fram niðurstaða könnunar á tillögum að slagorði fyrir Húnaþing vestra. Lagðar voru fram fimm tillögur sem fram komu í íbúakönnun sem unnin var haustið 2023. Tillögurnar voru:
Húnaþing vestra - allt til alls
Húnaþing vestra - heimkynni hamingjunnar
Húnaþing vestra - höfðingi heim að sækja
Húnaþing vestra - lifandi samfélag
Húnaþing vestra - þar sem gott er að vera
Flest atkvæði í könnuninni fékk tillagan Húnaþing vestra - lifandi samfélag.
Byggðarráð samþykkir að Húnaþing vestra - lifandi samfélag verði slagorð sveitarfélagsins.
Var efnið á síðunni hjálplegt?