Tilboð í Engjabrekku

Málsnúmer 2403069

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1210. fundur - 08.04.2024

Elín Lilja Gunnarsdóttir sat fundinn í fjarfundi. Elín Jóna Rósinberg vék af fundi kl. 14:01.
Tilboð í jörðina Engjabrekku voru opnuð þann 26. mars 2024.
Þrjú tilboð bárust:
Frá Ásmundi Ingvarssyni, kr. 8.111.111.-
Frá Lofti Sveini Guðjónssyni, kr. 10.200.000.-
Frá Þórarni Inga Ólafssyni, kr. 4.150.000.-
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði hæstbjóðanda. Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að selja fyrir hönd Húnaþings vestra jörðina Engjabrekku fastanr. 2134708. Umboðið nær til undirritunar allra nauðsynlegra skjala vegna sölu á framangreindri eign.
Elín Jóna Rósinberg kom aftur til fundar kl. 14:15.
Var efnið á síðunni hjálplegt?