Þjónustustefna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2403070

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1210. fundur - 08.04.2024

Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra með tillögu að vinnulagi við gerð þjónustustefnu Húnaþings vestra í samræmi lög nr. 96/2021 sem kveða á um að sveitarfélög skuli setja sér þjónustustefnu fyrir byggðir og byggðarlög sveitarfélags. Byggðarráð samþykkir tillöguna sem gengur út á að þjónustustefna verði samþykkt samhliða fjárhagsáætlun ársins 2025 í nóvember 2024. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.
Var efnið á síðunni hjálplegt?