.1
2403051
Rekstrarstjóri kemur til fundar
Byggðarráð - 1211
Björn Bjarnason, rekstrarstjóri og Ásmundur Ingvarsson frá Ferli verkfræðistofu, fóru yfir valkosti við fyrirhugaðar framkvæmdir við þak Félagsheimilisins Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir tillögu Ferlis um að notaðar verði uppstólaðar yleiningar. Rekstrarstjóra er falið að hafa samráð við byggingafulltrúa varðandi framkvæmdina, sækja um framkvæmdaleyfi og gera verðfyrirspurn í efni og vinnu í samræmi við innkaupareglur sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra er falið að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar.
.2
2404092
Trúnaðarmál
Byggðarráð - 1211
Starfsmannamál - fært í trúnaðarbók.
.3
2404102
Tilkynning frá Óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja
Byggðarráð - 1211
Lögð fram tilkynning frá Óbyggðanefnd vegna krafna í eyjar og sker. Kröfulýsingarfrestur er framlengdur til 2. september 2024 til að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum. Lagt fram til kynningar.
.4
2404094
Samningur um gagnkvæma aðstoð milli Brunavarna Húnaþings vestra og Brunavarna A-Hún
Byggðarráð - 1211
Lagður fram samningur milli Brunavarna Húnaþings vestra og Brunavarna A-Hún um gagnkvæma aðstoð við slökkvi- og björgunarstörf ásamt viðbragði við mengunaróhöppum í samræmi við 3. mgr. 20. gr. laga nr. 75/2000. Samningsaðilar eru sammála um að gagnkvæm aðstoð á milli aðila sé veitt án endurgjalds sem endurskoðað skal innan fimm ára með tilliti til umfangs og kostnaðar. Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun hans.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
.5
2404107
Aðalfundur Veiðifélags Víðidalsár þann 25. apríl 2024
Byggðarráð - 1211
Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Víðidalsár þann 25. apríl 2024 kl. 20. Sigríður Ólafsdóttir verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
.6
2404105
Niðurstöður könnunar á starfsemi slökkviliða
Byggðarráð - 1211
Lagt fram til kynningar.
.7
2404112
Aðalfundur Landskerfis bókasafna 7. maí 2024
Byggðarráð - 1211
Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Landskerfis bókasafna sem fram fer þann 7. maí 2024.
.8
2404095
Fundargerð 105. fundar stjórnar SSNV sem fram fór þann 2. apríl 2024
Byggðarráð - 1211
Lögð fram til kynningar.
.9
2404113
Ársreikningur Hafnasambandsins fyrir árið 2023
Byggðarráð - 1211
Lagður fram til kynningar.
.10
2403059
Fulltrúar Náttúrustofu Norðurlands vestra koma til fundar
Byggðarráð - 1211
Starri Heiðmarsson framkvæmdastjóri Náttúrustofu Norðurlands vestra og Ragna Guðrún Snorradóttir líffræðingur á stofunni komu til fundar við byggðarráð og fóru yfir starfsemi stofunnar. Byggðarráð þakkar Starra og Rögnu Guðrúnu greinargóða kynningu.