Framtíðarhúsnæði fyrir félagsstarf eldri borgara

Málsnúmer 2404100

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 9. fundur - 18.04.2024

Öldungaráð Húnaþings vestra leggur ríka áherslu á nauðsyn þess að Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra hafi tryggt húsnæði fyrir umfangsmikið félagsstarf sitt. Öldungaráðið beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórnar Húnaþings vestra að félaginu verði tryggð afnot af hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem allra fyrst. Ráðið telur að sveitarstjórn eigi að skipa sér í hóp þeirra sveitarfélaga sem hvað best gera í þessum efnum hvað varðar húsnæði, búnað og kjör.
Var efnið á síðunni hjálplegt?