Beiðni um lausn úr sveitarstjórn

Málsnúmer 2404129

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 381. fundur - 08.05.2024

Þorgrímur Guðni Björnsson vék af fundi kl. 15:25.
Lagt fram erindi frá Þorgrími Guðna Björnssyni sveitarstjórnarmanni þar sem hann óskar eftir lausn úr sveitarstjórn, ráðum og nefndum Húnaþings vestra frá 31. maí 2024 til loka kjörtímabils með vísan til 1. mgr. 30.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 23.gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 15/2024 vegna flutninga úr sveitarfélaginu. Varamaður hans í sveitarstjórn Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir tekur hans sæti í sveitarstjórn.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir beiðni Þorgríms Guðna um lausn úr sveitarstjórn. Eru honum færðar bestu þakkir fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins og óskað velfarnaðar í verkefnum sínum í framtíðinni.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Þorgrímur Guðni Björnsson kom aftur til fundar kl. 15:27.
Var efnið á síðunni hjálplegt?