Erindi frá verðandi 10. bekk í Grunnskóla Húnaþings vestra

Málsnúmer 2405030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1214. fundur - 22.05.2024

Lagt fram erindi frá verðandi 10. bekkingum við Grunnskóla Húnaþings vestra þar sem þau gera tillögu að því að þau tæmi ruslafötur við grunnskóla og Félagsheimilið Hvammstanga sem lið í fjáröflun sinni fyrir útskriftarferð. Byggðarráð þakkar verðandi 10. bekkingum sýndan áhuga á fegrun nærumhverfis síns. Ráðið samþykkir að veita bekknum 70 þúsund króna styrk til ferðarinnar á þeim forsendum að bekkurinn tæmi ruslafötur í nærumhverfi grunnskólans og Félagsheimilisins Hvammstanga samkvæmt nánara samkomulagi.
Var efnið á síðunni hjálplegt?