Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál. Umsagnarfrestur til 31. maí nk.

Málsnúmer 2405034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1214. fundur - 22.05.2024

Um er að ræða frumvarp í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru á dögunum. Í frumvarpinu er ríkissjóði veitt heimild til að veita fé í Jöfnunarsjóð vegna niðurgreiðslu gjaldfrjálsra skólamáltíða frá og með hausti 2024. Ekki þykir ástæða til umsagnar um frumvarpið. Hins vegar vill byggðarráð leggja áherslu á að útfærsla Jöfnunarsjóðs á greiðslum til sveitarfélaga verði unnin í nánu samráði við þau og að tillit verði tekið til mismunandi aðstæðna sveitarfélaga til dæmis við kaup á hráefni til framleiðslu máltíðanna, flutningskostnaðar o.s.frv.
Var efnið á síðunni hjálplegt?