Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2406012

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 382. fundur - 13.06.2024

Lögð fram viljayfirlýsing milli HMS og Húnaþings vestra um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Í henni er tilgreindur fyrsti áfangi í fjölgun íbúða með byggingu fjölbýlishúss á lóðinni Norðurbraut 15 á Hvammstanga, bæði með leiguíbúðum og íbúðum til almennrar sölu. Einnig er í viljayfirlýsingunni kveðið á um sameiginlega vinnu aðila að útgáfu stafrænnar húsnæðisáætlunar sem þegar er til staðar, markvissa notkun mannvirkjaskrár HMS og skráningu leigusamninga í húsnæðisgrunn HMS.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsingu milli HMS og Húnaþings vestra um fjölgun íbúða á Hvammstanga og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu og felur sveitarstjóra undiritun hennar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?