Sveitarstjórn

382. fundur 13. júní 2024 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Þorleifur Karl Eggertsson oddviti
  • Magnús Magnússon varaoddviti
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ingimar Sigurðsson aðalmaður
  • Viktor Ingi Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Oddviti setti fund. Óskaði oddviti eftir að taka á dagskrá sem 1. dagskrárlið 1213. fund byggðarráðs og skýrsla sveitarstjóra verði því 13. dagskrárliður. Samþykkt samhljóða. Gengið var til dagskrár.

1.Byggðarráð - 1213

Málsnúmer 2404018FVakta málsnúmer

Fundur haldinn 13. maí. Fundargerð í 11 liðum. Formaður kynnti.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 1.1 2311044 Úthlutun leiguíbúðar að Garðavegi 20, neðri hæð
    Byggðarráð - 1213 Byggðarráð samþykkir að leigja Weliam Ghanem íbúðina að Garðavegi 20, neðri hæð, tímabundið frá 15. maí nk. til 30. nóvember nk.
  • 1.2 2405000 Beiðni vegna Höfðabrautar 6 skilti, bílastæði ofl.
    Byggðarráð - 1213 Lögð fram beiðni lögreglustjórans á Norðurlandi vestra um uppsetningu skiltis og merkingu bílastæða fyrir embættið á Höfðabraut 6. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við beiðnina fyrir sitt leyti.
  • 1.3 2405004 Bændadagar í Víðidalsá og Fitjaá
    Byggðarráð - 1213 Lagt fram erindi frá Veiðifélagi Víðidalsár með upplýsingum um bændadaga í ánni að afloknu veiðitímabili ár hvert sem felast í að landeigendur geti keypt veiðileyfi í ánni samkvæmt ákveðnum skilyrðum. Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið muni ekki nýta sér rétt til kaupa á veiðileyfum á bændadögum.
  • 1.4 2405011 Félagsheimilið Hvammstanga vegna leigu 17. júní 2024
    Byggðarráð - 1213 Lögð fram beiðni Kristínar Guðmundsdóttur umsjónaraðila 17. júní hátíðarhalda í ár, um niðurfellingu leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga vegna afnota af húsinu í tengslum við hátíðarhöldin. Samkvæmt gjaldskrá Félagsheimilisins hefur byggðarráð heimild til að veita afslátt vegna viðburða í samfélagsþágu sem nemur 25% af leiguverði. Ekki er heimild til niðurfellingar leigu. Hins vegar er afstaða byggðarráðs sú að hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta, sjómannadaginn og 17. júní fari fram með sóma. Því leggur ráðið til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á gjaldskrá Félagsheimilisins þess efnis að notkun Félagsheimilisins verði umsjónaraðilum hátíða þessa þrjá daga á ári, án endurgjalds. Nái niðurfellingin til notkunar á efri hæð hússins á viðkomandi hátíðardegi, vegna gjaldfrjálsrar dagskrár fyrir alla fjölskylduna.
  • 1.5 2405012 Samkomulag um afnot af fjöldahjálparstöðvum
    Byggðarráð - 1213 Við skilgreiningu fjöldahjálparstöðva er sveitarfélögum skylt að útvega húsnæði og er gerður samningur milli sveitarfélags og Rauða krossins um afnot af því á neyðartímum. Sé viðkomandi húseign ekki í eigu sveitarfélagsins gerir það samning um afnotin við viðkomandi húseigendur.

    Lagðir fram þrír samningar milli Húnaþings vestra og Rauða krossins vegna fjöldahjálparstöðva í sveitarfélaginu. Um er að ræða fjöldahjálparstöðvar í Félagsheimilinu Hvammstanga, í húsnæði skólabúðanna í Reykjum í Hrútafirði og í Ásbyrgi á Laugarbakka. Fyrir liggur samþykki húsnefndar Ásbyrgis og rekstraraðila skólabúðanna á Reykjum. Byggðarráð veitir samþykki vegna Félagsheimilisins Hvammstanga.

    Byggðarráð samþykkir framlagða samninga og felur sveitarstjóra undirritun þeirra.
  • 1.6 2405002 Tjón á búnaði slökkviliðs
    Byggðarráð - 1213 Lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna tjóns á búnaði Brunavarna Húnaþings vestra til reykköfunnar. Um er að ræða tjón á loftpressu og 20 loftkútum til reykköfunar. Er búnaðurinn dæmdur ónýtur. Nauðsynlegt er að endurnýja búnaðinn svo slökkviliðið sé fært um að rækja hlutverk sitt. Heildarkostnaður við endurnýjun er kr. 3.302.943 án vsk. Óskar sveitarstjóri ásamt slökkviliðsstjóra eftir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa.

    Byggðarráð samþykkir beiðnina þar sem um afar brýnt öryggismál er að ræða. Er sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna búnaðarkaupanna.
  • 1.7 2405014 Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra, úthlutunarreglur og úthlutun 2024
    Byggðarráð - 1213 Lagðar fram úthlutnarreglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir óbreyttar reglur frá árinu 2023. Sveitarstjóra er falið að auglýsa úthlutun styrkja úr sjóðnum með umsóknarfresti til og með 5. júní nk.
  • 1.8 2404126 Fundargerð 106. fundar stjórnar SSNV frá 10. apríl 2024
    Byggðarráð - 1213 Lögð fram til kynningar.
  • 1.9 2404127 Fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. apríl 2024
    Byggðarráð - 1213 Lögð fram til kynningar.
  • 1.10 2405009 Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um lagareldi, 930.mál. Frestur til umsagnar veittur til 13. maí 2024
    Byggðarráð - 1213 Lögð fram beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um lagareldi, 930. mál. Umsögn byggðarráðs er svohljóðandi:

    Byggðarráð fagnar því að nú sé sett fram heildstæð löggjöf um lagareldi. Einkum vill ráðið fagna því að friðunarsvæði til verndar villtum laxi eru færð í lög (7. gr.).

    Markmið frumvarpsins sem hér er lagt fram er að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Markmiðið í sjálfu sér er góðra gjalda vert. Hins vegar er það mat ráðsins að lengra þurfi að ganga en gert er í frumvarpinu til að tryggja að markmið þess nái fram að ganga, einkum til verndunar villtra nytjastofna. Vill ráðið gera eftirfarandi athugasemdir:

    Ótímabundið rekstrarleyfi
    Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við að rekstrarleyfi verði ótímabundin líkt og fram kemur í 33. gr. Eðlilegt er að leyfi sem þessi séu gefin út til ákveðins árafjölda í senn. Við endurnýjun leyfis þurfi lagareldisfyrirtæki að fara í gegnum leyfisveitingaferlið að nýju sem gefur tækifæri til grandskoðunar á starfseminni sem að mati ráðsins er nauðsynlegt til að auka líkur á að markmið frumvarpsins náist. Þó að í frumvarpinu séu settar fram heimildir til afturköllunar leyfa þá er slík aðgerð afar íþyngjandi, tímafrek og krefst mikils eftirlits. Vandséð er að núverandi eftirlitskerfi hefði burði til slíkra aðgerða.

    Kostnaður vegna leitar og veiða á strokulaxi
    Ítarlega er fjallað um aðgerðir til að koma í veg fyrir og bregðast við stroki úr sjókvíum enda ljóst að ómögulegt er að koma í veg fyrir slysasleppingar. Í 45. gr. er fjallað um leit og veiði í veiðiám eða vötnum við strok. Þar kemur fram að allan kostnað Matvælastofnunar og annarra stjórnvalda vegna nauðsynlegra aðgerða skuli rekstrarleyfishafi greiða. Byggðarráð leggur áherslu á að í þessa grein verði bætt við að rekstrarleyfishafi skuli jafnframt greiða veiðifélögum/veiðiréttarhöfum þann kostnað sem til fellur við leit/veiðar á strokulaxi. Í þeirri stórfelldu slysasleppingu sem upp kom haustið 2023 reyndist sá kostnaður umtalsverður.

    Kynþroska lax
    Í XI. kafla laganna er fjallað um kynþroska eldislax og takmarkanir ræktunar hans og aðgerðir til að seinka kynþroska. Í ljósi þeirrar slysasleppingar sem átti sér stað sl. haust og leiddi til umtalsverðrar göngu kynþroska eldislaxs í verðmætar laxveiðiár vill byggðarráð leggja ríka áherslu á að sett verði ákvæði í frumvarpið þess efnis að innan 10 ára verði óheimilt með öllu að rækta frjóan lax. Með því má minnka til muna þá áhættu sem af eldinu stafar gagnvart villta laxastofninum.

    Á 371. fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var þann 14. september 2023 var svohljóðandi bókað í kjölfar stórfelldrar slysasleppingar í Patreksfirði:

    „Sveitarstjórn Húnaþings vestra lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í húnvetnskum laxveiðiám þar sem veiðst hafa allmargir eldisfiskar á undanförnum dögum og vikum. Í fyrsta lagi veldur þessi staða áhyggjum hvað varðar erfðablöndun við villta laxveiðistofninn eins og margoft hefur verið ítrekað á síðustu árum. Í öðru lagi er áhætta vegna smitsjúkdóma alltaf fyrir hendi og ef slíkir sjúkdómar breiðast út í stofn viðkomandi ár getur það gert út af við ána á stuttum tíma. Í þriðja og síðasta lagi hefur þessi alvarlega staða mikil áhrif á ímynd og gæði þeirra villtu laxveiðiáa sem fyrir þessu verða. Allir þessir þættir geta valdið miklum búsifjum með tilheyrandi tekjufalli landeigenda og samfélags. Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á matvælaráðherra að beita þeim valdheimildum sem hann hefur í gegnum undirstofnanir sínar til að tryggja að fiskeldisfyrirtækin greiði kostnað vegna mótvægisaðgerða sem veiðifélögin neyðast til að fara í til að verjast strokulaxi úr opnum sjókvíum.“

    Ástæða er til að ítreka ofangreinda bókun.

    Byggðarráð áskilur sér rétt til umsagnar um málið á seinni stigum og lýsir sig tilbúið til samtals við atvinnuveganefnd um málið.
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og gerir að sinni:

    „Sveitarstjórn fagnar því að nú sé sett fram heildstæð löggjöf um lagareldi. Einkum vill sveitarstjórn fagna því að friðunarsvæði til verndar villtum laxi eru færð í lög (7. gr.). Markmið frumvarpsins sem hér er lagt fram er að skapa skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu lagareldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Markmiðið í sjálfu sér er góðra gjalda vert. Hins vegar er það mat sveitarstjórnar að lengra þurfi að ganga en gert er í frumvarpinu til að tryggja að markmið þess nái fram að ganga, einkum til verndunar villtra nytjastofna. Vill sveitarstjórn gera eftirfarandi athugasemdir:

    Ótímabundið rekstrarleyfi
    Sveitarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við að rekstrarleyfi verði ótímabundin líkt og fram kemur í 33. gr. Eðlilegt er að leyfi sem þessi séu gefin út til ákveðins árafjölda í senn. Við endurnýjun leyfis þurfi lagareldisfyrirtæki að fara í gegnum leyfisveitingaferlið að nýju sem gefur tækifæri til grandskoðunar á starfseminni sem að mati sveitarstjórnar er nauðsynlegt til að auka líkur á að markmið frumvarpsins náist. Þó að í frumvarpinu séu settar fram heimildir til afturköllunar leyfa þá er slík aðgerð afar íþyngjandi, tímafrek og krefst mikils eftirlits. Vandséð er að núverandi eftirlitskerfi hefði burði til slíkra aðgerða.

    Kostnaður vegna leitar og veiða á strokulaxi
    Ítarlega er fjallað um aðgerðir til að koma í veg fyrir og bregðast við stroki úr sjókvíum enda ljóst að ómögulegt er að koma í veg fyrir slysasleppingar. Í 45. gr. er fjallað um leit og veiði í veiðiám eða vötnum við strok. Þar kemur fram að allan kostnað Matvælastofnunar og annarra stjórnvalda vegna nauðsynlegra aðgerða skuli rekstrarleyfishafi greiða. Sveitarstjórn leggur áherslu á að í þessa grein verði bætt við að rekstrarleyfishafi skuli jafnframt greiða veiðifélögum/veiðiréttarhöfum þann kostnað sem til fellur við leit/veiðar á strokulaxi. Í þeirri stórfelldu slysasleppingu sem upp kom haustið 2023 reyndist sá kostnaður umtalsverður.

    Kynþroska lax
    Í XI. kafla laganna er fjallað um kynþroska eldislax og takmarkanir ræktunar hans og aðgerðir til að seinka kynþroska. Í ljósi þeirrar slysasleppingar sem átti sér stað sl. haust og leiddi til umtalsverðrar göngu kynþroska eldislaxs í verðmætar laxveiðiár vill sveitarstjórn leggja ríka áherslu á að sett verði ákvæði í frumvarpið þess efnis að innan 10 ára verði óheimilt með öllu að rækta frjóan lax. Með því má minnka til muna þá áhættu sem af eldinu stafar gagnvart villta laxastofninum.

    Á 371. fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var þann 14. september 2023 var svohljóðandi bókað í kjölfar stórfelldrar slysasleppingar í Patreksfirði:
    „Sveitarstjórn Húnaþings vestra lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í húnvetnskum laxveiðiám þar sem veiðst hafa allmargir eldisfiskar á undanförnum dögum og vikum. Í fyrsta lagi veldur þessi staða áhyggjum hvað varðar erfðablöndun við villta laxveiðistofninn eins og margoft hefur verið ítrekað á síðustu árum. Í öðru lagi er áhætta vegna smitsjúkdóma alltaf fyrir hendi og ef slíkir sjúkdómar breiðast út í stofn viðkomandi ár getur það gert út af við ána á stuttum tíma. Í þriðja og síðasta lagi hefur þessi alvarlega staða mikil áhrif á ímynd og gæði þeirra villtu laxveiðiáa sem fyrir þessu verða. Allir þessir þættir geta valdið miklum búsifjum með tilheyrandi tekjufalli landeigenda og samfélags. Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á matvælaráðherra að beita þeim valdheimildum sem hann hefur í gegnum undirstofnanir sínar til að tryggja að fiskeldisfyrirtækin greiði kostnað vegna mótvægisaðgerða sem veiðifélögin neyðast til að fara í til að verjast strokulaxi úr opnum sjókvíum.“

    Ástæða er til að ítreka ofangreinda bókun.
  • 1.11 2405026 Vegglistaverk við Hvammstangahöfn
    Byggðarráð - 1213 Lögð fram beiðni verkefnisstjóra umhverfismála um leyfi byggðarráðs fyrir gerð vegglistaverks á vigtarskúr hafnarinnar að Hafnarbraut 1. Um er að ræða málað verk sem unnið er fyrir styrk sem fékkst úr styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótar Íslands á árinu 2023. Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gert verði vegglistaverk á vigtarskúrinn. Ráðið bendir á að óska þarf leyfis byggingarfulltrúa fyrir framkvæmdinni.

2.Byggðarráð - 1214

Málsnúmer 2405000FVakta málsnúmer

Fundur haldinn 22. maí. Fundargerð í 10 liðum. Formaður kynnti.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.1 2301027 Ósk um stækkun lóðar við Eyri
    Byggðarráð - 1214 Lögð fram beiðni Jóhanns Albertssonar og Kolbrúnar Grétarsdóttur um stækkun lóðar við Eyri til samræmis við aðrar smábýlalóðir við Höfðabraut. Byggðarráð samþykkir stækkun lóðarinnar til austurs að Höfðabraut. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.2 2405022 Höfnun umsóknar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - Deiliskipulag Borðeyri
    Byggðarráð - 1214 Lagt fram til kynningar bréf frá Ferðamálastofu þar sem tilkynnt er um höfnun styrksumsóknar vegna deiliskipulags á Borðeyri.
  • 2.3 2405023 Höfnun umsóknar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - Deiliskipulag Reykjatanga
    Byggðarráð - 1214 Lagt fram til kynningar bréf frá Ferðamálastofu þar sem tilkynnt er um höfnun styrksumsóknar vegna deiliskipulags á Reykjatanga.
  • 2.4 2405030 Erindi frá verðandi 10. bekk í Grunnskóla Húnaþings vestra
    Byggðarráð - 1214 Lagt fram erindi frá verðandi 10. bekkingum við Grunnskóla Húnaþings vestra þar sem þau gera tillögu að því að þau tæmi ruslafötur við grunnskóla og Félagsheimilið Hvammstanga sem lið í fjáröflun sinni fyrir útskriftarferð. Byggðarráð þakkar verðandi 10. bekkingum sýndan áhuga á fegrun nærumhverfis síns. Ráðið samþykkir að veita bekknum 70 þúsund króna styrk til ferðarinnar á þeim forsendum að bekkurinn tæmi ruslafötur í nærumhverfi grunnskólans og Félagsheimilisins Hvammstanga samkvæmt nánara samkomulagi.
  • 2.5 2212015 Lok lóðarleigusamnings vegna Norðurbrautar 30
    Byggðarráð - 1214 Lagt fram bréf Lagastoðar, dags. 8. maí 2024, ásamt fylgiskjölum þar sem fram kemur krafa húseigenda Norðurbrautar 30 um greiðslu vegna eignarinnar. Einnig lagt fram bréf Landslaga, dags. 14. maí 2024 þar sem kröfu húseigenda er hafnað og fyrra tilboð sveitarfélagsins er ítrekað. Frestur til að rýma eignina er framlengdur um mánuð til viðbótar við þá þrjá mánuði sem þegar höfðu verið gefnir.

    Byggðarráð staðfestir þá afstöðu sem fram kemur í bréfi Landslaga dags. 14. maí 2024 um uppgjör og skil lóðarinnar í samræmi við niðurstöðu matsgerðar óháðra matsmanna líkt og kveðið er á um í lóðarleigusamningi. Auk þess býður sveitarfélagið að niðurrif og förgun eignarinnar verði á þess kostnað. Sveitarstjóra er falið að ljúka málinu í samræmi við það í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins.

    Ferli málsins er að lóðarleigusamningur lóðarinnar rann út 28. janúar 2024. Þar sem eignin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi frá 2012 og áformuð er íbúðauppbygging á reitnum var þáverandi húseiganda tilkynnt að lóðarleigusamningur yrði ekki endurnýjaður og boðið fasteignamat sem greiðslu fyrir eignina í janúar 2023, þó ekki sé kveðið á um bætur til leigutaka í þeim lóðarleigusamningi sem nýverið rann út. Því höfnuðu nýir húseigendur og voru því kvaddir til dómkvaddir matsmenn sem báðir málsaðilar sammæltust um til að meta sannvirði hússins að teknu tilliti til ástands þess í samræmi við ákvæði eldri lóðarleigusamnings. Mat þeirra lá fyrir í febrúar 2024 og var húseigendum boðið verð í samræmi við matið auk þess að sveitarfélagið tæki á sig kostnað við niðurrif og förgun eignarinnar. Var gefinn þriggja mánaða frestur til að rýma eignina, til 15. maí 2024. Húseigendur kvöddu hins vegar til matsmenn til að meta endurstofnverð eignarinnar, jarðvegsskipti og sokkinn kostnað og gerðu kröfu um greiðslu í samræmi við það. Þeirri kröfu hafnar sveitarfélagið þar sem hún endurspeglar ekki sannvirði hússins og gengur því lengra en lóðaleigusamningur segir til um.
  • 2.6 2212016 Lok lóðarleigusamnings vegna Norðurbrautar 32
    Byggðarráð - 1214 Lagt fram bréf Lagastoðar, dags. 8. maí 2024, ásamt fylgiskjölum þar sem fram kemur krafa húseiganda Norðurbrautar 32 um greiðslu vegna eignarinnar. Einnig lagt fram bréf Landslaga, dags. 14. maí 2024 þar sem kröfu húseiganda er hafnað og fyrra tilboð sveitarfélagsins er ítrekað. Frestur til að rýma eignina er framlengdur um mánuð til viðbótar við þá þrjá mánuði sem þegar höfðu verið gefnir.

    Byggðarráð staðfestir þá afstöðu sem fram kemur í bréfi Landslaga dags. 14. maí 2024 um uppgjör og skil lóðarinnar í samræmi við niðurstöðu matsgerðar óháðra matsmanna líkt og kveðið er á um í lóðarleigusamningi. Auk þess býður sveitarfélagið að niðurrif og förgun eignarinnar verði á þess kostnað ásamt því að það sjái um að fjarlægja steyptar þrær og malarhaug við steypusíló, einnig á sinn kostnað. Sveitarstjóra er falið að ljúka málinu í samræmi við það í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins.

    Ferli málsins er að lóðarleigusamningur lóðarinnar rann út 28. janúar 2024. Þar sem eignin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi frá 2012 og áformuð er íbúðauppbygging á reitnum var húseiganda tilkynnt að lóðarleigusamningur yrði ekki endurnýjaður og boðið fasteignamat sem greiðslu fyrir eignina í janúar 2023. Því hafnaði húseigandi og voru því kvaddir til dómkvaddir matsmenn sem báðir málsaðilar sammæltust um til að meta sannvirði hússins að teknu tilliti til ástands þess í samræmi við lóðarleigusamninginn. Mat þeirra lá fyrir í febrúar 2024 og var húseiganda boðið verð í samræmi við matið auk þess að sveitarfélagið tæki á sig kostnað við niðurrif og förgun eignarinnar ásamt því að fjarlægja steyptar þrær og malarhaug við steypusíló. Var gefinn þriggja mánaða frestur til að rýma eignina, til 15. maí 2024. Húseigandi kvaddi hins vegar til matsmenn til að meta endurstofnverð eignanna á lóðinni, jarðvegsskipti og sokkinn kostnað og gerði kröfu um greiðslu í samræmi við það. Þeirri kröfu hafnar sveitarfélagið þar sem hún endurspeglar ekki sannvirði hússins og gengur því lengra en lóðarleigusamningur segir til um.
  • 2.7 2405027 Fundargerð 107. fundar stjórnar SSNV, 7. maí 2024
    Byggðarráð - 1214 Lögð fram til kynningar.
  • 2.8 2405024 Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.), 925. mál. Umsagnarfrestur til 27. maí nk.
    Byggðarráð - 1214 Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
  • 2.9 2405034 Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál. Umsagnarfrestur til 31. maí nk.
    Byggðarráð - 1214 Um er að ræða frumvarp í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru á dögunum. Í frumvarpinu er ríkissjóði veitt heimild til að veita fé í Jöfnunarsjóð vegna niðurgreiðslu gjaldfrjálsra skólamáltíða frá og með hausti 2024. Ekki þykir ástæða til umsagnar um frumvarpið. Hins vegar vill byggðarráð leggja áherslu á að útfærsla Jöfnunarsjóðs á greiðslum til sveitarfélaga verði unnin í nánu samráði við þau og að tillit verði tekið til mismunandi aðstæðna sveitarfélaga til dæmis við kaup á hráefni til framleiðslu máltíðanna, flutningskostnaðar o.s.frv.
  • 2.10 2405039 Mál í samráðsgátt stjórnvalda, landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu, mál nr. S-982024, umsagnarfrestur til 4. júní 2024
    Byggðarráð - 1214 Í samráðsgátt stjórnvalda eru til umsagnar drög að landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu. Er áætlunin unnin af starfshópi sem skipaður var í janúar 2024. Byggðarráð fagnar framlagðri áætlun enda löngu tímabært að endurskoða nálgun til að bregðast við þeim vágesti sem riðan er en gerir athugasemd við tímasetningu á samráði um málið, í miðjum sauðburði. Í áætluninni er fjallað um að með útrýmingu riðu megi leggja niður sauðfjárveikivarnarlínur á ýmsum stöðum. Vill byggðarráð koma á framfæri athugasemd við þau áform þar sem sauðfjárveikivarnarlínur þjóna mikilvægu hlutverki við takmörkun á útbreiðslu garnaveiki sem getur valdið miklum búsifjum og því brýnt að línunum verði við haldið. Ráðið vísar jafnframt í umsögn Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu og gerir að sinni.

3.Byggðarráð - 1215

Málsnúmer 2405002FVakta málsnúmer

Fundur haldinn 3. júní. Fundargerð í 9 liðum. Formaður kynnti.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 3.1 2405057 Framlenging á samningi um framleiðslu skólamáltíða
    Byggðarráð - 1215 Gunnar Páll Helgason framkvæmdastjóri Sjávarborgar kom til fundar við byggðarráð til að ræða endurnýjun samnings um framleiðslu skólamáltíða fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra. Í samningi um framleiðsluna er heimild til framlengingar tvisvar sinnum til þriggja ára í senn. Samningurinn var framlengdur í fyrra skiptið árið 2021. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara yfir forsendur samningsins og leggja fyrir byggðarráð.
  • 3.2 2402060 Starfshópur um dreifnám
    Byggðarráð - 1215 Lögð fram samantekt með niðurstöðum starfshóps um dreifnám sem skipaður var á 1207. fundi byggðarráðs þann 4. mars sl. Í samantektinni koma fram nokkrar aðgerðir sem miða að eflingu dreifnámsins, svo sem aukin kynning þess, endurskoðun markmiða, endurskoðun aðstöðu og húsnæðis og skoðun möguleika á aukinni félagslegri virkni nemenda. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.
  • 3.3 2405053 Beiðni um leyfi fyrir litahlaupi í tengslum við 17. júní hátíðarhöld
    Byggðarráð - 1215 Lagt fram erindi frá Kristínu Guðmundsdóttur umsjónaraðila 17. júní hátíðarhalda í ár þar sem óskað er eftir leyfi til að halda litahlaup (e. color run) í tengslum við hátíðarhöldin. Með erindinu fylgir kort af fyrirhugaðri hlaupaleið. Litahlaup einkennast af því að lituðu dufti er kastað yfir þátttakendur í upphafi hlaups, við miðbik þess og lok. Er liturinn lituð kornsterkja. Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir hlaupinu en áréttar við skipuleggjanda mikilvægi góðrar umgengni og frágangs að hlaupi loknu. Einnig er skipuleggjanda bent á að tilkynna þarf um leið hlaupsins til lögreglu.
  • 3.4 2405056 Beiðni um endurnýjun á knattspyrnumörkum á Kirkjuhvammsvelli
    Byggðarráð - 1215 Lögð fram beiðni frá Ungmennafélaginu Kormáki um endurnýjun knattspyrnumarka á íþróttavellinum í Kirkjuhvammi. Áætlaður kostnaður við endurnýjun markanna er krónur 499.700. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga frá félaginu.
  • 3.5 2405059 Umsókn um námsstyrk
    Byggðarráð - 1215 Sabah Mostafa starfsmaður leikskólans Ásgarðs óskar eftir styrk til náms í leikskólakennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Fyrir liggur jákvæð umsögn sviðsstjóra fjölskyldusviðs og leikskólastjóra vegna umsóknarinnar. Byggðarráð samþykkir veitingu námsstyrks skólaárið 2024-2025 í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 3.6 2405061 Ályktun Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra vegna skertrar þjónustu á hjúkrunardeild HVE á Hvammstanga
    Byggðarráð - 1215 Lögð fram ályktun stjórnar Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra þar sem lýst er verulegum áhyggjum af skertri þjónustu á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hvammstanga í sumar. Hefur hjúkrunarrýmum fækkað um 20% og ekki verða í boði hvíldarinnlagnir í sumar.

    Byggðarráð tekur heilshugar undir áhyggjur Félags eldri borgara og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um málið.
  • 3.7 2405058 Fundargerð 108. fundar stjórnar SSNV, 23. maí 2024
    Byggðarráð - 1215 Lögð fram til kynningar.
  • 3.8 2405044 Fundargerðir 462. og 463. funda stjórnar Hafnasambands Íslands frá 22. mars og 7. maí sl.
    Byggðarráð - 1215 Lagðar fram til kynningar.
  • 3.9 2405043 Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál. Umsagnarfrestur til 5. júní nk.
    Byggðarráð - 1215 Lögð fram beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðir til ársins 2030.
    Byggðarráð fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar sem unnin var með víðtæku samráði við hagaðila. Ráðið vill leggja áherslu á að brýnt er að nægjanlegt fjármagn fylgi áætluninni til að aðgerðir hennar geti komið til framkvæmda.

    Ráðið gerir sérstaka athugasemd við aðgerð B4 - afnám gistináttaskatts. Þó áformum um lækkun gjalda á atvinnugreinina sé fagnað vill ráðið benda á að á undanförnum árum hefur verið í umræðunni að tekjur af gistináttaskatti renni til sveitarfélaga til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þó svo að þær hugmyndir hafi ekki komið til framkvæmda kallar ráðið eftir því að í ferðamálastefnunni komi fram tillögur að tekjustofnum sveitarfélaga í tengslum við ferðaþjónustu til að mæta auknum kostnaði vegna aukins álags á innviði sem henni óhjákvæmilega fylgja.

4.Skipulags- og umhverfisráð - 368

Málsnúmer 2405004FVakta málsnúmer

Fundur haldinn 6. júní. Fundargerð í 10 liðum. Formaður kynnti.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 368 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðið stöðuleyfi. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 368 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 368 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja friðlýsingu æðarvarps á Illugastöðum. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 368 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðið stöðuleyfi. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 368 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðið stöðuleyfi. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 368 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila ekki breytingu á aðalskipulagi þar sem að framboð verslunar- og þjónustulóða í þéttbýli er takmarkað. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 368 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðið stöðuleyfi. Bókun fundar Unnur Valborg Hilmarsdóttir vék af fundi kl. 15:35.
    Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
    Unnur Valborg Hilmarsdóttir kom aftur til fundar kl. 15:36.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 368 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á deiliskipulaginu skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 368 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingar á deiliskipulaginu skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 368 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

5.Fræðsluráð - 246

Málsnúmer 2405003FVakta málsnúmer

Fundur haldinn 30. maí. Fundargerð í 7 liðum. Formaður kynnti.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 5.1 2310070 Sameiginleg forvarnaáætlun á Norðurlandi vestra
    Fræðsluráð - 246 Sviðsstjóri fór yfir stöðu sameiginlegrar forvarnaáætlunar For-Nor sem er á lokametrunum. Einnig kynnt dæmi úr áætluninni.
  • 5.2 2310069 Fræðslustjóri að láni
    Fræðsluráð - 246 Sviðsstjóri kynnti vinnu vegna verkefnisins Fræðslustjóri að láni. Könnun hefur verið send á starfsfólk sveitarfélaganna um áherslur.
  • 5.3 2405032 Viðmið leikskólans Ásgarðs vegna námsleyfa.
    Fræðsluráð - 246 Lagðar fram til kynningar tillögur leikskólastjóra um viðmið Leikskólans Ásgarðs vegna námsleyfa. Fræðsluráð leggur til að breyta síðasta viðmiði leiskólans með þeim hætti að þeir sem þegar hafa hafið nám, eigi ekki á hættu að þurfa að gera hlé á námi sínu sæki um starfsmaður með lengri starfsaldur. Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við þessi viðmið Leikskólans.
  • 5.4 2402050 Skóladagatal grunnskóla og tónlistarskóla 2024-2025
    Fræðsluráð - 246 Fræðsluráð samþykkir framlagt skóladagatal sem er sameiginlegt Grunnskóla Húnaþings vestra og Tónlistarskóla Húnaþings vestra.
  • 5.5 2402025 Umsókn í Sprotasjóð febrúar 2024
    Fræðsluráð - 246 Sviðsstjóri kynnti að umsókn í Spotasjóð um verkefni er varðar inngildingu í skólastarfi hafi verið hafnað.
  • 5.6 2401004 Helstu verkefni Fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024
    Fræðsluráð - 246 Sviðsstjóri fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs.
  • 5.7 2310067 Fundargerðir farsældarteymis
    Fræðsluráð - 246 Lagðar fram til kynningar fundargerðir farsældarteymis frá síðasta fundi.

6.Félagsmálaráð - 255

Málsnúmer 2405001FVakta málsnúmer

Fundur haldinn 29. maí. Fundargerð í 1 lið. Oddviti kynnti.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 6.1 2405050 Heimsókn félagsmálaráðs í Nestún
    Félagsmálaráð - 255 Félagsmálaráð fékk leiðsögn um Nestún og skoðað breytingar á íbúð sem unnið er að.

7.Landbúnaðarráð - 210

Málsnúmer 2404016FVakta málsnúmer

Fundur haldinn 29. maí. Fundargerð í 3 liðum. Formaður kynnti.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 7.1 2405045 Beiðni um leyfi til tínslu fjallagrasa 2024
    Landbúnaðarráð - 210 Lögð fram beiðni frá Liljönu Milenkoska fyrir hönd Nadezhda Milenkoska og Vasil Shumkoski til fjallagrasatínslu á Arnarvatnsheiði þegar vegir opna og út október. Beiðninni fylgir kort af áætluðu tínslusvæði ásamt því svæði sem tínt var á árið 2023. Einnig er tilgreint magn sem tínt var árið 2023 í samræmi við Reglur um fjallagrasanytjar í löndum Húnaþings vestra. Landbúnaðarráð samþykkir beiðnina en leggur áherslu á að tínsla hefjist ekki fyrr en að vegir hafi opnað og jafnframt að þeir sem tínsluna annast gangi vel um svæðið. Bókun fundar Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 7.2 2405054 Úthlutun fjármagns til viðhalds heiðagirðinga
    Landbúnaðarráð - 210 Landbúnaðarráð samþykkir samhljóða eftirfarandi skiptingu á þeim kr. 3.300.000 sem til ráðstöfunar eru árið 2024 samkvæmt fjárhagsáætlun Húnaþings vestra:
    a) Í Hrútafirði kr. 850.000.
    b) Í Miðfirði kr. 1.200.000.
    c) Í Víðidal kr. 1.250.000.
    Landbúnaðarráð samþykkir að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2024 verði kr. 3.700 á klst. pr. verktaka, kr. 3.700 á klst. pr. fjórhjól og kr. 3.900 á klst. pr. sexhjól. Ofan á þessa taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verði greiddur samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins. Landbúnaðarráð áréttar jafnframt að vinnu við heiðagirðingar skuli vera lokið eins fljótt og auðið er. Reikningar þurfa að berast til sveitarfélagsins í síðasta lagi þann 15. október nk. Fjallskilastjórnir skulu jafnframt skila greinargerð um framkvæmdir ársins til sveitarstjóra. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir greinargerðum síðasta árs.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 7.3 2405039 Mál í samráðsgátt stjórnvalda, Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu, mál nr. S-982024, umsagnarfrestur til 4. júní 2024
    Landbúnaðarráð - 210
    Landbúnaðarráð Húnaþings vestra fagnar framkominni landsáætlun um útrýmingu riðuveiki. Vísar ráðið í umsögn Félag sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu og gerir að sinni:

    „Í drögum að landsáætlun um útrýmingu riðu (hér eftir kölluð LÁ) vekja athygli þær misjöfnu áherslur sem eru lagðar á arfgerðir í áætlunni. Eins og staðan er í þessari áætlun er einungis ARR arfgerðin skilgreind sem verndandi (V) þó að ritrýndar rannsóknir frá Evrópu sýni fram á að hið minnsta er vernd arfgerðarinnar T137 mikil, ásamt því að arfgerðirnar H154 (AHQ) og C151 lofa virkilega góðu í prófunum (MV). Erfðafjölbreytileiki skiptir máli og það er full ástæða til að líta til þess þáttar hvað varðar LÁ, sem og þess hve arfgerðirnar sem eru skilgreindar sem mögulega verndandi (MV) eru mun útbreiddari í íslensku fé en ARR. Þegar litið er til þess tímamarkmiðs sem áætlunin ber með sér, semsagt að útrýma riðu á tiltölulega fáum árum sem er vissulega metnaðarfullt og nauðsynlegt markmið, er nauðsynlegt að okkar mati að líta ekki einungis til ARR arfgerðarinnar heldur MV arfgerða líka. Þó að þær séu mögulega ekki eins verndandi og ARR (sem er reyndar hvorki sannað né afsannað enn) hljóta þær alltaf að vera betri kostur fyrir bændur en þær arfgerðir sem hafa verið staðnar að því hingað til að taka smit framar öðrum arfgerðum, arfgerðirnar VRQ og ARQ. Þar með teljum við að það mætti gera MV arfgerðum hærra undir höfði i þessari áætlun. Þó að þær séu ekki skilgreindar innan Evrópusambandsins sem verndandi er það þó þekkt og viðurkennt að þær bera í sér mótstöðu gegn riðu og ættu að fá meiri vigt í þessari áætlun sem slíkar, einmitt til að útrýming þessa hatramma sjúkdóms gangi hraðar fyrir sig. Þar má aftur sérstaklega nefna arfgerðina T137, sem hefur nú þegar verið viðurkennd sem verndandi í hluta Evrópu og er nú þegar til staðar á þónokkrum bæjum á Norðurlandi.

    Hvað varðar söluleyfi gripa með V/MV arfgerðir þá verður það að teljast sérstakt að skilyrði sauðfjárbúa vegna sölu á líflömbum hafi verið þrengd á milli ára. Árin 2022-2023 var leyfilegt að selja ARR/x og T137/X en árið 2024 virðist vera sem skilyrði hafi verið þrengd niður í arfhreina gripi. Það teljum við aftur ekki fyllilega samræmast LÁ, sem miðar að því að útrýma riðu eins hratt og framast er unnt, þar sem að ef arfblendnir gripir væru leyfðir til sölu þó ekki ekki væri nema innan hólfa, væri mjög eðlilegt að áætla að það myndi flýta fyrir innleiðingu V/MV gripa. Í þessu tilliti má jafnframt líta til mismunandi skilgreiningar á svokölluðum áhættubæjum og öðrum bæjum innan varnarhólfs. Innan Evrópusambandsins er ekki litið til svæða heldur miklu heldur hjarða. Þar með eru sömu kvaðir á bændur, sama hvort þeir eru innan 10 km frá viðkomandi riðubúi eða 30 km. Eðlilegt þætti okkur þar með að flokkuninni „áhættubæir“ væri hleypt út úr áætluninni og í stað þess yrðu allir bæir innan sama hólfs flokkaðir sem „aðrir bæir innan hólfs“, og fengju þannig græna litamerkingu samkvæmt töflu 6.

    Tjónabætur vegna riðu eru í þessari landsáætlun miðaðar við þrjú ár. Það er vissulega það viðmið sem hefur hingað til verið nýtt en miðað við framsagðar athugasemdir um innleiðingu góðra arfgerða hlýtur það að vera krafa okkar að LÁ sé ekki niðurnjörfuð svona nákvæmlega á þrjú ár heldur sé tekið mið af aðstæðum bæði á hverjum bæ og hverjum tíma.

    Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna varnir vegna garnaveiki. Í áætluninni er rætt fjálglega um að það sé hægt, með útrýmingu riðu, að leggja niður sauðfjárveikivarnarlínur á ýmsum stöðum. Hér verður ekki hjá því komist að nefna það að þó að þessi áætlun snúist um útrýmingu riðu má það aldrei verða á kostnað þess að sjúkdómnum garnaveiki verði leyft að leika lausum hala í staðinn. Þess vegna er það nokkuð óeðlileg nálgun að sauðfjárveikivarnarlínum sé skipt niður eftir einum sjúkdómi, enda sá sjúkdómur þannig gerðar að blessunarlega er hægt að rækta hann í burtu á tiltölulega fáum árum, á meðan engin gen varðandi t.d. garnaveiki þekkjast til þessa.“

    Til viðbótar við það sem fram kemur í umsögn Félags sauðfjárbænda vill landbúnaðarráð benda á að vísindamenn hafa fært fyrir því rök að þær arfgerðir sem í dag eru skilgreindar sem mögulega verndandi, og þá helst T137, séu ekki síður verndandi gegn riðu en ARR. Því sé full ástæða til að stutt verði við ræktun þeirra arfgerða líkt og gert er við ræktun ARR, bæði gagnvart arfgerðagreiningum og sölu líflamba.
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun landbúnaðarráðs sem gerði umsögn Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu að sinni:
    „Í drögum að landsáætlun um útrýmingu riðu (hér eftir kölluð LÁ) vekja athygli þær misjöfnu áherslur sem eru lagðar á arfgerðir í áætlunni. Eins og staðan er í þessari áætlun er einungis ARR arfgerðin skilgreind sem verndandi (V) þó að ritrýndar rannsóknir frá Evrópu sýni fram á að hið minnsta er vernd arfgerðarinnar T137 mikil, ásamt því að arfgerðirnar H154 (AHQ) og C151 lofa virkilega góðu í prófunum (MV). Erfðafjölbreytileiki skiptir máli og það er full ástæða til að líta til þess þáttar hvað varðar LÁ, sem og þess hve arfgerðirnar sem eru skilgreindar sem mögulega verndandi (MV) eru mun útbreiddari í íslensku fé en ARR. Þegar litið er til þess tímamarkmiðs sem áætlunin ber með sér, semsagt að útrýma riðu á tiltölulega fáum árum sem er vissulega metnaðarfullt og nauðsynlegt markmið, er nauðsynlegt að okkar mati að líta ekki einungis til ARR arfgerðarinnar heldur MV arfgerða líka. Þó að þær séu mögulega ekki eins verndandi og ARR (sem er reyndar hvorki sannað né afsannað enn) hljóta þær alltaf að vera betri kostur fyrir bændur en þær arfgerðir sem hafa verið staðnar að því hingað til að taka smit framar öðrum arfgerðum, arfgerðirnar VRQ og ARQ. Þar með teljum við að það mætti gera MV arfgerðum hærra undir höfði í þessari áætlun. Þó að þær séu ekki skilgreindar innan Evrópusambandsins sem verndandi er það þó þekkt og viðurkennt að þær bera í sér mótstöðu gegn riðu og ættu að fá meiri vigt í þessari áætlun sem slíkar, einmitt til að útrýming þessa hatramma sjúkdóms gangi hraðar fyrir sig. Þar má aftur sérstaklega nefna arfgerðina T137, sem hefur nú þegar verið viðurkennd sem verndandi í hluta Evrópu og er nú þegar til staðar á þónokkrum bæjum á Norðurlandi. Hvað varðar söluleyfi gripa með V/MV arfgerðir þá verður það að teljast sérstakt að skilyrði sauðfjárbúa vegna sölu á líflömbum hafi verið þrengd á milli ára. Árin 2022-2023 var leyfilegt að selja ARR/x og T137/x en árið 2024 virðist vera sem skilyrði hafi verið þrengd niður í arfhreina gripi. Það teljum við aftur ekki fyllilega samræmast LÁ, sem miðar að því að útrýma riðu eins hratt og framast er unnt, þar sem að ef arfblendnir gripir væru leyfðir til sölu þó ekki væri nema innan hólfa, væri mjög eðlilegt að áætla að það myndi flýta fyrir innleiðingu V/MV gripa. Í þessu tilliti má jafnframt líta til mismunandi skilgreiningar á svokölluðum áhættubæjum og öðrum bæjum innan varnarhólfs. Innan Evrópusambandsins er ekki litið til svæða heldur miklu heldur hjarða. Þar með eru sömu kvaðir á bændur, sama hvort þeir eru innan 10 km frá viðkomandi riðubúi eða 30 km. Eðlilegt þætti okkur þar með að flokkuninni „áhættubæir“ væri hleypt út úr áætluninni og í stað þess yrðu allir bæir innan sama hólfs flokkaðir sem „aðrir bæir innan hólfs“, og fengju þannig græna litamerkingu samkvæmt töflu 6. Tjónabætur vegna riðu eru í þessari landsáætlun miðaðar við þrjú ár. Það er vissulega það viðmið sem hefur hingað til verið nýtt en miðað við framsagðar athugasemdir um innleiðingu góðra arfgerða hlýtur það að vera krafa okkar að LÁ sé ekki niðurnjörfuð svona nákvæmlega á þrjú ár heldur sé tekið mið af aðstæðum bæði á hverjum bæ og hverjum tíma. Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna varnir vegna garnaveiki. Í áætluninni er rætt fjálglega um að það sé hægt, með útrýmingu riðu, að leggja niður sauðfjárveikivarnarlínur á ýmsum stöðum. Hér verður ekki hjá því komist að nefna það að þó að þessi áætlun snúist um útrýmingu riðu má það aldrei verða á kostnað þess að sjúkdómnum garnaveiki verði leyft að leika lausum hala í staðinn. Þess vegna er það nokkuð óeðlileg nálgun að sauðfjárveikivarnarlínum sé skipt niður eftir einum sjúkdómi, enda sá sjúkdómur þannig gerðar að blessunarlega er hægt að rækta hann í burtu á tiltölulega fáum árum, á meðan engin gen varðandi t.d. garnaveiki þekkjast til þessa.“ Til viðbótar við það sem fram kemur í umsögn Félags sauðfjárbænda vill sveitarstjórn benda á að vísindamenn hafa fært fyrir því rök að þær arfgerðir sem í dag eru skilgreindar sem mögulega verndandi, og þá helst T137, séu ekki síður verndandi gegn riðu en ARR. Því sé full ástæða til að stutt verði við ræktun þeirra arfgerða líkt og gert er við ræktun ARR, bæði gagnvart arfgerðagreiningum og sölu líflamba.

8.Reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja árið 2024

Málsnúmer 2308025Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja fyrir árið 2024.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga

Málsnúmer 2308025Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir breytta gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga fyrir árið 2024.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2406012Vakta málsnúmer

Lögð fram viljayfirlýsing milli HMS og Húnaþings vestra um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Í henni er tilgreindur fyrsti áfangi í fjölgun íbúða með byggingu fjölbýlishúss á lóðinni Norðurbraut 15 á Hvammstanga, bæði með leiguíbúðum og íbúðum til almennrar sölu. Einnig er í viljayfirlýsingunni kveðið á um sameiginlega vinnu aðila að útgáfu stafrænnar húsnæðisáætlunar sem þegar er til staðar, markvissa notkun mannvirkjaskrár HMS og skráningu leigusamninga í húsnæðisgrunn HMS.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsingu milli HMS og Húnaþings vestra um fjölgun íbúða á Hvammstanga og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í sveitarfélaginu og felur sveitarstjóra undiritun hennar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Breytingar á skipuriti

Málsnúmer 2406013Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra með tillögu að breytingum á skipuriti sveitarfélagsins. Breytingin felur í sér aukinn skýrleika í framsetningu málaflokka sviða sveitarfélagsins. Einnig eru lagðar til breytingar á starfi rekstrarstjóra en núverandi rekstrarstjóri, Björn Bjarnason hefur sagt upp störfum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir breytingar á skipuriti Húnaþings vestra með áorðnum breytingum.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir breytingu á skipan starfa á umhverfissviði í þá veru að starf rekstrarstjóra verður lagt niður og þess í stað ráðið í starf sviðsstjóra yfir sviðinu. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starfið í samvinnu við ráðningarstofu í samræmi við þá starfslýsingu sem lögð var fram á fundinum og hafa umsjón með ráðningunni. Sveitarstjórn þakkar jafnframt Birni Bjarnasyni fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins og óskar honum alls hins besta í komandi verkefnum.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Kosningar í byggðarráð og sumarleyfi sveitarstjórnar

Málsnúmer 2403032Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Byggðarráð til eins árs, aðalmenn:
Magnús Magnússon formaður
Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
Magnús Vignir Eðvaldsson.
Byggðarráð til eins árs, varamenn:
Sigríður Ólafsdóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Viktor Ingi Jónsson.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Í samræmi við 5. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 15/2024 samþykkir sveitarstjórn Húnaþings vestra að fella niður reglulegan fund sveitarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis. Á meðan á sumarleyfi sveitarstjórnar stendur fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella, sjá nánar 5. mgr. 32. gr. sömu samþykktar. Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 12. september nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?