7.3
2405039
Mál í samráðsgátt stjórnvalda, Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu, mál nr. S-982024, umsagnarfrestur til 4. júní 2024
Landbúnaðarráð - 210
Landbúnaðarráð Húnaþings vestra fagnar framkominni landsáætlun um útrýmingu riðuveiki. Vísar ráðið í umsögn Félag sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu og gerir að sinni:
„Í drögum að landsáætlun um útrýmingu riðu (hér eftir kölluð LÁ) vekja athygli þær misjöfnu áherslur sem eru lagðar á arfgerðir í áætlunni. Eins og staðan er í þessari áætlun er einungis ARR arfgerðin skilgreind sem verndandi (V) þó að ritrýndar rannsóknir frá Evrópu sýni fram á að hið minnsta er vernd arfgerðarinnar T137 mikil, ásamt því að arfgerðirnar H154 (AHQ) og C151 lofa virkilega góðu í prófunum (MV). Erfðafjölbreytileiki skiptir máli og það er full ástæða til að líta til þess þáttar hvað varðar LÁ, sem og þess hve arfgerðirnar sem eru skilgreindar sem mögulega verndandi (MV) eru mun útbreiddari í íslensku fé en ARR. Þegar litið er til þess tímamarkmiðs sem áætlunin ber með sér, semsagt að útrýma riðu á tiltölulega fáum árum sem er vissulega metnaðarfullt og nauðsynlegt markmið, er nauðsynlegt að okkar mati að líta ekki einungis til ARR arfgerðarinnar heldur MV arfgerða líka. Þó að þær séu mögulega ekki eins verndandi og ARR (sem er reyndar hvorki sannað né afsannað enn) hljóta þær alltaf að vera betri kostur fyrir bændur en þær arfgerðir sem hafa verið staðnar að því hingað til að taka smit framar öðrum arfgerðum, arfgerðirnar VRQ og ARQ. Þar með teljum við að það mætti gera MV arfgerðum hærra undir höfði i þessari áætlun. Þó að þær séu ekki skilgreindar innan Evrópusambandsins sem verndandi er það þó þekkt og viðurkennt að þær bera í sér mótstöðu gegn riðu og ættu að fá meiri vigt í þessari áætlun sem slíkar, einmitt til að útrýming þessa hatramma sjúkdóms gangi hraðar fyrir sig. Þar má aftur sérstaklega nefna arfgerðina T137, sem hefur nú þegar verið viðurkennd sem verndandi í hluta Evrópu og er nú þegar til staðar á þónokkrum bæjum á Norðurlandi.
Hvað varðar söluleyfi gripa með V/MV arfgerðir þá verður það að teljast sérstakt að skilyrði sauðfjárbúa vegna sölu á líflömbum hafi verið þrengd á milli ára. Árin 2022-2023 var leyfilegt að selja ARR/x og T137/X en árið 2024 virðist vera sem skilyrði hafi verið þrengd niður í arfhreina gripi. Það teljum við aftur ekki fyllilega samræmast LÁ, sem miðar að því að útrýma riðu eins hratt og framast er unnt, þar sem að ef arfblendnir gripir væru leyfðir til sölu þó ekki ekki væri nema innan hólfa, væri mjög eðlilegt að áætla að það myndi flýta fyrir innleiðingu V/MV gripa. Í þessu tilliti má jafnframt líta til mismunandi skilgreiningar á svokölluðum áhættubæjum og öðrum bæjum innan varnarhólfs. Innan Evrópusambandsins er ekki litið til svæða heldur miklu heldur hjarða. Þar með eru sömu kvaðir á bændur, sama hvort þeir eru innan 10 km frá viðkomandi riðubúi eða 30 km. Eðlilegt þætti okkur þar með að flokkuninni „áhættubæir“ væri hleypt út úr áætluninni og í stað þess yrðu allir bæir innan sama hólfs flokkaðir sem „aðrir bæir innan hólfs“, og fengju þannig græna litamerkingu samkvæmt töflu 6.
Tjónabætur vegna riðu eru í þessari landsáætlun miðaðar við þrjú ár. Það er vissulega það viðmið sem hefur hingað til verið nýtt en miðað við framsagðar athugasemdir um innleiðingu góðra arfgerða hlýtur það að vera krafa okkar að LÁ sé ekki niðurnjörfuð svona nákvæmlega á þrjú ár heldur sé tekið mið af aðstæðum bæði á hverjum bæ og hverjum tíma.
Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna varnir vegna garnaveiki. Í áætluninni er rætt fjálglega um að það sé hægt, með útrýmingu riðu, að leggja niður sauðfjárveikivarnarlínur á ýmsum stöðum. Hér verður ekki hjá því komist að nefna það að þó að þessi áætlun snúist um útrýmingu riðu má það aldrei verða á kostnað þess að sjúkdómnum garnaveiki verði leyft að leika lausum hala í staðinn. Þess vegna er það nokkuð óeðlileg nálgun að sauðfjárveikivarnarlínum sé skipt niður eftir einum sjúkdómi, enda sá sjúkdómur þannig gerðar að blessunarlega er hægt að rækta hann í burtu á tiltölulega fáum árum, á meðan engin gen varðandi t.d. garnaveiki þekkjast til þessa.“
Til viðbótar við það sem fram kemur í umsögn Félags sauðfjárbænda vill landbúnaðarráð benda á að vísindamenn hafa fært fyrir því rök að þær arfgerðir sem í dag eru skilgreindar sem mögulega verndandi, og þá helst T137, séu ekki síður verndandi gegn riðu en ARR. Því sé full ástæða til að stutt verði við ræktun þeirra arfgerða líkt og gert er við ræktun ARR, bæði gagnvart arfgerðagreiningum og sölu líflamba.
Bókun fundar
Sveitarstjórn tekur undir bókun landbúnaðarráðs sem gerði umsögn Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu að sinni:
„Í drögum að landsáætlun um útrýmingu riðu (hér eftir kölluð LÁ) vekja athygli þær misjöfnu áherslur sem eru lagðar á arfgerðir í áætlunni. Eins og staðan er í þessari áætlun er einungis ARR arfgerðin skilgreind sem verndandi (V) þó að ritrýndar rannsóknir frá Evrópu sýni fram á að hið minnsta er vernd arfgerðarinnar T137 mikil, ásamt því að arfgerðirnar H154 (AHQ) og C151 lofa virkilega góðu í prófunum (MV). Erfðafjölbreytileiki skiptir máli og það er full ástæða til að líta til þess þáttar hvað varðar LÁ, sem og þess hve arfgerðirnar sem eru skilgreindar sem mögulega verndandi (MV) eru mun útbreiddari í íslensku fé en ARR. Þegar litið er til þess tímamarkmiðs sem áætlunin ber með sér, semsagt að útrýma riðu á tiltölulega fáum árum sem er vissulega metnaðarfullt og nauðsynlegt markmið, er nauðsynlegt að okkar mati að líta ekki einungis til ARR arfgerðarinnar heldur MV arfgerða líka. Þó að þær séu mögulega ekki eins verndandi og ARR (sem er reyndar hvorki sannað né afsannað enn) hljóta þær alltaf að vera betri kostur fyrir bændur en þær arfgerðir sem hafa verið staðnar að því hingað til að taka smit framar öðrum arfgerðum, arfgerðirnar VRQ og ARQ. Þar með teljum við að það mætti gera MV arfgerðum hærra undir höfði í þessari áætlun. Þó að þær séu ekki skilgreindar innan Evrópusambandsins sem verndandi er það þó þekkt og viðurkennt að þær bera í sér mótstöðu gegn riðu og ættu að fá meiri vigt í þessari áætlun sem slíkar, einmitt til að útrýming þessa hatramma sjúkdóms gangi hraðar fyrir sig. Þar má aftur sérstaklega nefna arfgerðina T137, sem hefur nú þegar verið viðurkennd sem verndandi í hluta Evrópu og er nú þegar til staðar á þónokkrum bæjum á Norðurlandi. Hvað varðar söluleyfi gripa með V/MV arfgerðir þá verður það að teljast sérstakt að skilyrði sauðfjárbúa vegna sölu á líflömbum hafi verið þrengd á milli ára. Árin 2022-2023 var leyfilegt að selja ARR/x og T137/x en árið 2024 virðist vera sem skilyrði hafi verið þrengd niður í arfhreina gripi. Það teljum við aftur ekki fyllilega samræmast LÁ, sem miðar að því að útrýma riðu eins hratt og framast er unnt, þar sem að ef arfblendnir gripir væru leyfðir til sölu þó ekki væri nema innan hólfa, væri mjög eðlilegt að áætla að það myndi flýta fyrir innleiðingu V/MV gripa. Í þessu tilliti má jafnframt líta til mismunandi skilgreiningar á svokölluðum áhættubæjum og öðrum bæjum innan varnarhólfs. Innan Evrópusambandsins er ekki litið til svæða heldur miklu heldur hjarða. Þar með eru sömu kvaðir á bændur, sama hvort þeir eru innan 10 km frá viðkomandi riðubúi eða 30 km. Eðlilegt þætti okkur þar með að flokkuninni „áhættubæir“ væri hleypt út úr áætluninni og í stað þess yrðu allir bæir innan sama hólfs flokkaðir sem „aðrir bæir innan hólfs“, og fengju þannig græna litamerkingu samkvæmt töflu 6. Tjónabætur vegna riðu eru í þessari landsáætlun miðaðar við þrjú ár. Það er vissulega það viðmið sem hefur hingað til verið nýtt en miðað við framsagðar athugasemdir um innleiðingu góðra arfgerða hlýtur það að vera krafa okkar að LÁ sé ekki niðurnjörfuð svona nákvæmlega á þrjú ár heldur sé tekið mið af aðstæðum bæði á hverjum bæ og hverjum tíma. Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna varnir vegna garnaveiki. Í áætluninni er rætt fjálglega um að það sé hægt, með útrýmingu riðu, að leggja niður sauðfjárveikivarnarlínur á ýmsum stöðum. Hér verður ekki hjá því komist að nefna það að þó að þessi áætlun snúist um útrýmingu riðu má það aldrei verða á kostnað þess að sjúkdómnum garnaveiki verði leyft að leika lausum hala í staðinn. Þess vegna er það nokkuð óeðlileg nálgun að sauðfjárveikivarnarlínum sé skipt niður eftir einum sjúkdómi, enda sá sjúkdómur þannig gerðar að blessunarlega er hægt að rækta hann í burtu á tiltölulega fáum árum, á meðan engin gen varðandi t.d. garnaveiki þekkjast til þessa.“ Til viðbótar við það sem fram kemur í umsögn Félags sauðfjárbænda vill sveitarstjórn benda á að vísindamenn hafa fært fyrir því rök að þær arfgerðir sem í dag eru skilgreindar sem mögulega verndandi, og þá helst T137, séu ekki síður verndandi gegn riðu en ARR. Því sé full ástæða til að stutt verði við ræktun þeirra arfgerða líkt og gert er við ræktun ARR, bæði gagnvart arfgerðagreiningum og sölu líflamba.