Breytingar á skipuriti

Málsnúmer 2406013

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 382. fundur - 13.06.2024

Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra með tillögu að breytingum á skipuriti sveitarfélagsins. Breytingin felur í sér aukinn skýrleika í framsetningu málaflokka sviða sveitarfélagsins. Einnig eru lagðar til breytingar á starfi rekstrarstjóra en núverandi rekstrarstjóri, Björn Bjarnason hefur sagt upp störfum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir breytingar á skipuriti Húnaþings vestra með áorðnum breytingum.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir breytingu á skipan starfa á umhverfissviði í þá veru að starf rekstrarstjóra verður lagt niður og þess í stað ráðið í starf sviðsstjóra yfir sviðinu. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starfið í samvinnu við ráðningarstofu í samræmi við þá starfslýsingu sem lögð var fram á fundinum og hafa umsjón með ráðningunni. Sveitarstjórn þakkar jafnframt Birni Bjarnasyni fyrir störf sín í þágu sveitarfélagsins og óskar honum alls hins besta í komandi verkefnum.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?