Kosningar

Málsnúmer 2403032

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 379. fundur - 12.03.2024

Lögð fram beiðni Guðrúnar Eikar Skúladóttur um úrsögn úr landbúnaðarráði. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina og þakkar Guðrúnu Eik fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Endurtilnefning í landbúnaðarráð:
Landbúnaðarráð, aðalmenn:
Sigríður Ólafsdóttir, formaður
Dagný Sigurlaug Ragnarsdóttir, varaformaður
Dagbjört Diljá Einþórsdóttir
Halldór Pálsson
Stella Dröfn Bjarnadóttir.

Landbúnaðarráð, varamenn:
Ingveldur Linda Gestsdóttir
Guðmundur Ísfeld
Gísli Grétar Magnússon
Ingveldur Ása Konráðsdóttir
Ármann Pétursson.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 380. fundur - 10.04.2024

Lögð fram beiðni Óskars Más Jónssonar um úrsögn úr skipulags- og umhverfisráði. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina og þakkar Óskari fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Endurtilnefning í skipulags- og umhverfisráð:
Aðalmenn:
Ingimar Sigurðsson, formaður
Birkir Snær Gunnlaugsson, varaformaður
Fríða Marý Halldórsdóttir
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir

Varamenn:
Guðmundur Brynjar Guðmundsson
Valdimar H. Gunnlaugsson
Guðný Helga Björnsdóttir
Guðjón Þórarinn Loftsson
Erla Björg Kristinsdóttir“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 381. fundur - 08.05.2024

Fjallskiladeild Vatnsnesinga.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Endurtilnefning í fjallskiladeild Vatnsnesinga:
Aðalmenn:
Halldór Líndal Jósafatsson formaður
Ágúst Þorbjörnsson
Indriði Karlsson
Varamenn:
Þormóður Heimisson
Kolbrún Stella Indriðadóttir
Kolfinna Rún Gunnarsdóttir.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Endurtilnefning í stjórn Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn tilnefnir Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur sem aðalmann í stjórn Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Endurtilnefning varamanns í stjórn Áhugamannafélags um endurbyggingu Riishúss.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn tilnefnir Magnús Vigni Eðvaldsson sem varamann í stjórn Áhugamannafélags um endurbyggingu Riishúss.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 13.06.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Byggðarráð til eins árs, aðalmenn:
Magnús Magnússon formaður
Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
Magnús Vignir Eðvaldsson.
Byggðarráð til eins árs, varamenn:
Sigríður Ólafsdóttir
Þorleifur Karl Eggertsson
Viktor Ingi Jónsson.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Í samræmi við 5. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Húnaþings vestra nr. 15/2024 samþykkir sveitarstjórn Húnaþings vestra að fella niður reglulegan fund sveitarstjórnar í júlí og ágúst vegna sumarleyfis. Á meðan á sumarleyfi sveitarstjórnar stendur fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella, sjá nánar 5. mgr. 32. gr. sömu samþykktar. Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 12. september nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?