Uppbygging íbúðarhúsnæðis í samstarfi við Brák íbúðafélag hses.

Málsnúmer 2406070

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1218. fundur - 01.07.2024

Í framhaldi af viljayfirlýsingu milli Húnaþings vestra og Brákar íbúðafélags hses. um uppbyggingu íbúða að Norðurbraut 15 á Hvammstanga fyrir tekju- og eignalága á vinnumarkaði sem samþykkt var á 382. fundi sveitarstjórnar þann 13. júní sl. samþykkir byggðarráð að vinna með Brák að nánari útfærslu verkefnisins og umsókn um stofnframlög. Fyrir liggur samþykki stjórnar Brákar um samstarfið. Í umsókn verði gert ráð fyrir húsi með 8 íbúðum af fjölbreyttum stærðum á bilinu 60-90 fm. Í framhaldi af umsókn um stofnframlög mun Brák íbúðafélag hses. auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs um byggingu hússins. Þátttaka og skuldbinding Húnaþings vestra í verkefninu verður lögð fyrir sveitarstjórn til staðfestingar þegar nánari útfærsla liggur fyrir.
Var efnið á síðunni hjálplegt?