Byggðarráð

1218. fundur 01. júlí 2024 kl. 14:00 - 15:04 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla

Málsnúmer 2406052Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu. Í erindinu vekur Jafnréttisstofa athygli á ábyrgð og hlutverki sveitarfélaga til að brúa bilið sem myndast þegar foreldrar hafa fullnýtt fæðingarorlofsrétt sinn og þar til barn hefur dvöl á leikskóla. Sveitarfélögin hafi ríkar skyldur samkvæmt jafnréttislögum sem beri m.a. samkvæmt 13. gr. l.nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og annarra mismunarþátta við ráðstöfun fjármagns og í þjónustu við íbúa með því að vinna að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun, áætlanagerð og ákvarðanatöku. Samkvæmt orðanna hljóðan þurfi að tryggja báðum foreldrum möguleika á að annast börn sín án þess að það leiði til mismunar eða hafi í för með sér verulega röskun á atvinnuþátttöku og jafnvægis á milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Í erindinu er sagt að núverandi aðstæður barnafólks til að brúa umönnunarbilið séu víðast hvar óviðunandi og sveitarfélögin brýnd til að taka skyldur sínar alvarlega.

Húnaþing vestra hefur um langa hríð haft mikinn metnað í leikskólamálum, þó svo að rekstur leikskóla sé ekki eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Börn fá leikskólavist frá 12 mánaða aldri á sama tíma og lengd fæðingarorofs er 12 mánuðir. Því myndast ekki umönnunarbil í Húnaþingi vestra. Byggðarráð hvetur Jafnréttisstofu til að gera könnun á því frá hvaða aldri sveitarfélögin taka inn börn á leikskóla ásamt lengd biðlista til að meta raunverulega stöðu á umönnunarbili á milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla.

2.Umsókn um lóð Lindarvegur 24 Hvammstanga

Málsnúmer 2406067Vakta málsnúmer

Lindarbýli ehf sækir um lóðina Lindarveg 24, Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Lindarvegi 24 til Lindarbýlis ehf.

3.Umsókn um lóð Lindarvegur 26 Hvammstanga

Málsnúmer 2406068Vakta málsnúmer

Lindarbýli ehf sækir um lóðina Lindarveg 26, Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Lindarvegi 26 til Lindarbýlis ehf.

4.Umsókn um lóð Lindarvegur 28 Hvammstanga

Málsnúmer 2406069Vakta málsnúmer

Lindarbýli ehf sækir um lóðina Lindarveg 28, Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Lindarvegi 28 til Lindarbýlis ehf.

5.Fundargerð 110. fundar stjórnar SSNV frá 25. júní 2024

Málsnúmer 2406060Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð Fjallskilastjórnar Miðfirðinga frá 18.júní 2024

Málsnúmer 2406056Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð Fjallskilastjórn Víðdælinga frá 19. júní 2024

Málsnúmer 2406055Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð Fjallskilastjórn Hrútfirðinga að austan frá 14. og 20. júní 2024

Málsnúmer 2406054Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

9.Uppbygging íbúðarhúsnæðis í samstarfi við Brák íbúðafélag hses.

Málsnúmer 2406070Vakta málsnúmer

Í framhaldi af viljayfirlýsingu milli Húnaþings vestra og Brákar íbúðafélags hses. um uppbyggingu íbúða að Norðurbraut 15 á Hvammstanga fyrir tekju- og eignalága á vinnumarkaði sem samþykkt var á 382. fundi sveitarstjórnar þann 13. júní sl. samþykkir byggðarráð að vinna með Brák að nánari útfærslu verkefnisins og umsókn um stofnframlög. Fyrir liggur samþykki stjórnar Brákar um samstarfið. Í umsókn verði gert ráð fyrir húsi með 8 íbúðum af fjölbreyttum stærðum á bilinu 60-90 fm. Í framhaldi af umsókn um stofnframlög mun Brák íbúðafélag hses. auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs um byggingu hússins. Þátttaka og skuldbinding Húnaþings vestra í verkefninu verður lögð fyrir sveitarstjórn til staðfestingar þegar nánari útfærsla liggur fyrir.
Bætt á dagskrá:

Elín Lilja Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 14:37.

10.Meðmæli vegna jarðarkaupa á Tjörn II

Málsnúmer 2406072Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elmars Baldurssonar, þar sem óskað er eftir meðmælum sveitarstjórnar Húnaþings vestra vegna fyrirhugaðra kaupa á ábýlisjörð hans að Tjörn II í Húnaþingi vestra. Byggðarráð samþykkir að mæla með því að Elmar fái að kaupa jörðina og staðfesta að hann hafi stundað búskap á jörðinni og átt þar lögheimili síðan árið 2015.
Elín Lilja kom aftur til fundar kl. 14:45.

11.Ársreikningur Reykjaeigna 2023

Málsnúmer 2406074Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir ársreikninginn og staðfestir hann með undirritun sinni.

Fundi slitið - kl. 15:04.

Var efnið á síðunni hjálplegt?