Meðmæli vegna jarðarkaupa á Tjörn II

Málsnúmer 2406072

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1218. fundur - 01.07.2024

Bætt á dagskrá:

Elín Lilja Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 14:37.
Lagt fram erindi Elmars Baldurssonar, þar sem óskað er eftir meðmælum sveitarstjórnar Húnaþings vestra vegna fyrirhugaðra kaupa á ábýlisjörð hans að Tjörn II í Húnaþingi vestra. Byggðarráð samþykkir að mæla með því að Elmar fái að kaupa jörðina og staðfesta að hann hafi stundað búskap á jörðinni og átt þar lögheimili síðan árið 2015.
Elín Lilja kom aftur til fundar kl. 14:45.
Var efnið á síðunni hjálplegt?