Úthutun Húnasjóðs 2024

Málsnúmer 2407031

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1220. fundur - 06.08.2024

Elín Lilja Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 14:08.
Úthlutun Húnasjóðs 2024 var auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins þann 24. júní sl. með umsóknarfresti til og með 15. júlí. Alls bárust 7 umsóknir sem allar uppfylltu skilyrði til úthlutunar.
Samkvæmt stofnskrá sjóðsins skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni sem í ár eru kr. 600.000.
Byggðarráð samþykkir að veita eftirtöldum styrk að upphæð kr. 85.000 á hvern umsækjanda:
Elsa Rut Róbertsdóttir, sjúkraliðanám.
Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, BS í íþrótta- og heilsufræði.
Jóna Margareta Júlíusdóttir Lundberg, BS í sálfræði.
Elín Lilja Gunnarsdóttir, nám til viðurkenningar bókara.
Björgvin Díómedes Unnsteinsson, nám í bílamálun.
Hörður Gylfason, bráðatækninám.
Arnheiður Diljá Benediktsdóttir, kvikmyndanám með áherslu á leikstjórn og framleiðslu.
Elín Lilja Gunnarsdóttir kom til fundar að nýju kl. 14:15.
Var efnið á síðunni hjálplegt?