Byggðarráð

1220. fundur 06. ágúst 2024 kl. 14:00 - 16:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Beiðni Landsnets um stofnun raflínunefnda - svar innviðaráðuneytis

Málsnúmer 2407015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar svör innviðaráðuneytis við beiðni Landsnets um skipan raflínunefnda vegna Holtavörðuheiðarlína 1 og 3. Telur innviðaráðuneytið að Landsnet hafi ekki sýnt fram á þörf á skipan nefndanna og hafnar því beiðninni.
Elín Lilja Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 14:08.

2.Úthutun Húnasjóðs 2024

Málsnúmer 2407031Vakta málsnúmer

Úthlutun Húnasjóðs 2024 var auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins þann 24. júní sl. með umsóknarfresti til og með 15. júlí. Alls bárust 7 umsóknir sem allar uppfylltu skilyrði til úthlutunar.
Samkvæmt stofnskrá sjóðsins skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni sem í ár eru kr. 600.000.
Byggðarráð samþykkir að veita eftirtöldum styrk að upphæð kr. 85.000 á hvern umsækjanda:
Elsa Rut Róbertsdóttir, sjúkraliðanám.
Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, BS í íþrótta- og heilsufræði.
Jóna Margareta Júlíusdóttir Lundberg, BS í sálfræði.
Elín Lilja Gunnarsdóttir, nám til viðurkenningar bókara.
Björgvin Díómedes Unnsteinsson, nám í bílamálun.
Hörður Gylfason, bráðatækninám.
Arnheiður Diljá Benediktsdóttir, kvikmyndanám með áherslu á leikstjórn og framleiðslu.
Elín Lilja Gunnarsdóttir kom til fundar að nýju kl. 14:15.

3.Beiðni um aukið stöðugildi í Leikskólanum Ásgarði

Málsnúmer 2407044Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni leikskólastjóra um aukið stöðugildi í leikskóla vegna fjölgunar nemenda. Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra þar sem fram kemur staðfesting á umbeðinni þörf. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið. Sveitarstjóra er falið að meta kostnað vegna aukningarinnar með tilliti til launaáætlunar og leggja fyrir byggðarráð.

4.Ráðning sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2408001Vakta málsnúmer

Farið verður yfir umsækjendur, matskvarða o.fl. tengt ráðningu sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs. Gögn verða lögð fram á fundinum.
Starf sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs var auglýst með umsóknarfresti til 15. júlí sl. Lögð fram eftirfarandi gögn:
1. Umsóknir allra umsækjenda.
2. Matsblað, fyrsta mat á umsækjendum unnið af ráðgjafa og sveitarstjóra í samræmi við hæfniskröfur sem tilgreindar voru í auglýsingu. Byggðarráð staðfestir mat skv. matsblaðinu og boðun umsækjenda í viðtöl.
3. Matsblað fyrir fyrsta viðtal unnið af ráðgjafa og sveitarstjóra í samræmi við hæfniskröfur sem tilgreindar voru í auglýsingu. Byggðarráð staðfestir mat skv. matsblaðinu.
4. Niðurstöður umsagnarbeiðna sem aflað var af ráðgjafa.
Sveitarstjóra í samvinnu við ráðgjafa er falið að boða til seinna viðtals með byggðarráði í samræmi við mat og umræður á fundinum.

5.Eldur í Húnaþingi 2024

Málsnúmer 2408002Vakta málsnúmer

Hátíðin Eldur í Húnaþingi var haldin dagana 23.-28. júlí sl. Byggðarráð færir skipuleggjendum hátíðarinnar og öllum þeim sem að framkvæmdinni komu, bestu þakkir fyrir vel unnin störf og vel heppnaða hátíð.
Samningur Húnaþings vestra um stuðning við hátíðina rennur út á árinu. Sveitarstjóra er falið að boða stjórn Elds í Húnaþingi til fundar við byggðarráð til að ræða endurnýjun samningsins.

6.Skipulags- og umhverfisráð - 369

Málsnúmer 2407004FVakta málsnúmer

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 369 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við lýsingu á Svæðisskipulagi Vestfjarða, nr. 0603/2024. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 369 Umhverfismat á áhrifum á landslag og ásýnd fyrir vindorkugarðinn Sólheima sýnir að fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa veruleg áhrif á landslag og sjónræna ásýnd í Húnaþingi vestra, sérstaklega í nágrenni við Hrútafjörð, Miðfjörð og á lágheiðum. Sjónræn áhrif verða mikil við ákveðnar sjónlínur þar sem vindmyllurnar yrðu sýnilegar.
    Það er jákvætt að matið tekur til ýmissa sjónarhorna og veitir innsýn í möguleg áhrif á bæði nær- og fjarlægðarsýn. Þetta hjálpar til við að skilja hvernig framkvæmdin mun hafa áhrif á mismunandi hluta svæðisins og hversu mikil þau áhrif kunna að vera.
    Viðfangsefni matsins er að meta neikvæð áhrif og koma með raunhæfar tillögur um mótvægisaðgerðir.
    Á heildina litið er umhverfismatið fyrir vindorkugarðinn Sólheima gott og veitir mikilvægar upplýsingar fyrir hagsmunaaðila.

    Bókun fundar Byggðarráð tekur undir að sjónræn áhrif fyrirhugaðra framkvæmda muni verða nokkur í Húnaþingi vestra, sérstaklega í nágrenni við Hrútafjörð, Miðfjörð og á lágheiðum.
    Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 369 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 369 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við endurskoðun á aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 369 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila framkvæmdaleyfi sem er í samræmi við deiliskipulag 16.04.2009 í landi Bessastaða á Heggstaðanesi.
    Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 369 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir. Bókun fundar Byggingafulltrúa er falið að skoða staðsetningu hússins á afstöðumynd.
    Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 369 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir þar sem að fyrir liggur samþykki aðliggjandi nágranna að Hvammstangabraut 20. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 369 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugað niðurrif. Bókun fundar Elín Lilja Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 15:25.
    Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
    Elín Lilja Gunnarsdóttir kom til fundar að nýju kl. 15:28.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 369 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðið stöðuleyfi til eins árs. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 369 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir. Bókun fundar Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Bætt á dagskrá:

7.Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 2407056Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis frá 2. júlí sl. um styrk til sveitarfélaga til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli í Húnaþingi vestra.
Áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi:
1. Hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast tengja styrkhæf heimilisföng á markaðslegum forsendum.
2. Hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast leggja og tengja eigið ljósleiðaranet í skurði/lagnaleiðir sem sveitarfélagið kostar.
Sveitarstjóra er falið að kanna ofangreint.
Með fyrirvara um niðurstöðu ofangreindrar könnunar samþykkir byggðarráð tilboð ráðuneytisins.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?