Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 2407056

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1220. fundur - 06.08.2024

Bætt á dagskrá:
Lagt fram tilboð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis frá 2. júlí sl. um styrk til sveitarfélaga til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli í Húnaþingi vestra.
Áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi:
1. Hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast tengja styrkhæf heimilisföng á markaðslegum forsendum.
2. Hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast leggja og tengja eigið ljósleiðaranet í skurði/lagnaleiðir sem sveitarfélagið kostar.
Sveitarstjóra er falið að kanna ofangreint.
Með fyrirvara um niðurstöðu ofangreindrar könnunar samþykkir byggðarráð tilboð ráðuneytisins.

Byggðarráð - 1224. fundur - 16.09.2024

Bætt á dagskrá:
Áður á dagskrá 1220. fundar byggðrráðs sem fram fór þann 6. ágúst sl. Lögð fram drög að samningi milli Fjarskiptasjóðs og Húnaþings vestra um stuðning við ljósleiðaravæðingu lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.

Byggðarráð - 1230. fundur - 28.10.2024

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
Var efnið á síðunni hjálplegt?