Byggðarráð

1230. fundur 28. október 2024 kl. 14:00 - 14:44 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna framtíðar verkefnisins Flugklasinn Air 66N

Málsnúmer 2410030Vakta málsnúmer

Óskað er fjárstuðnings við verkefnið. Því miður er ekki hægt að verða við beiðninni.

2.Minnisblað um garðslátt á opnum svæðum sveitarfélagsins

Málsnúmer 2410033Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að garðsláttur opinna svæða í sveitarfélaginu verði boðinn út fyrir sumarið 2025 til þriggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Sveitarstjóra er falið að hafa umsjón með útboðinu.

3.Minnisblað til fjárlaganefndar Alþingis vegna skeldýraræktar

Málsnúmer 2410041Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir aðild að minnisblaðinu og felur sveitarstjóra undirritun þess.

4.Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 2407056Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
Bætt á dagskrá:

5.Uppsögn á starfi

Málsnúmer 2410055Vakta málsnúmer

Byggðarráð þakkar Kristni Arnari fyrir vel unnin störf sem leikskólastjóri. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starfið og hafa umsjón með ráðningarferlinu í samstarfi við ráðningastofu.

Fundi slitið - kl. 14:44.

Var efnið á síðunni hjálplegt?