Eldur í Húnaþingi 2024

Málsnúmer 2408002

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1220. fundur - 06.08.2024

Hátíðin Eldur í Húnaþingi var haldin dagana 23.-28. júlí sl. Byggðarráð færir skipuleggjendum hátíðarinnar og öllum þeim sem að framkvæmdinni komu, bestu þakkir fyrir vel unnin störf og vel heppnaða hátíð.
Samningur Húnaþings vestra um stuðning við hátíðina rennur út á árinu. Sveitarstjóra er falið að boða stjórn Elds í Húnaþingi til fundar við byggðarráð til að ræða endurnýjun samningsins.
Var efnið á síðunni hjálplegt?