Ráðning sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2408001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1220. fundur - 06.08.2024

Farið verður yfir umsækjendur, matskvarða o.fl. tengt ráðningu sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs. Gögn verða lögð fram á fundinum.
Starf sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs var auglýst með umsóknarfresti til 15. júlí sl. Lögð fram eftirfarandi gögn:
1. Umsóknir allra umsækjenda.
2. Matsblað, fyrsta mat á umsækjendum unnið af ráðgjafa og sveitarstjóra í samræmi við hæfniskröfur sem tilgreindar voru í auglýsingu. Byggðarráð staðfestir mat skv. matsblaðinu og boðun umsækjenda í viðtöl.
3. Matsblað fyrir fyrsta viðtal unnið af ráðgjafa og sveitarstjóra í samræmi við hæfniskröfur sem tilgreindar voru í auglýsingu. Byggðarráð staðfestir mat skv. matsblaðinu.
4. Niðurstöður umsagnarbeiðna sem aflað var af ráðgjafa.
Sveitarstjóra í samvinnu við ráðgjafa er falið að boða til seinna viðtals með byggðarráði í samræmi við mat og umræður á fundinum.

Byggðarráð - 1222. fundur - 09.09.2024

Starf sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs var auglýst laust til umsókar með umsóknarfresti til 15. júlí 2024. Tekin voru viðtöl við þrjá stigahæstu umsækjendurna og eftir seinna viðtal var þeim umsækjanda sem metinn var hæfastur boðið starfið. Viðkomandi þáði starfið ekki og dró sig til baka úr ferlinu. Aðrir umsækjendur sem boðaðir voru til viðtals þóttu ekki mæta hæfniskröfum á sambærilegan hátt og sá umsækjandi sem boðið var starfið. Byggðarráð samþykkir að hætta við ráðningu og auglýsa starfið aftur án breytinga.

Byggðarráð - 1233. fundur - 09.12.2024

Lagt fram minnisblað vegna ráðningarferlis sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. Í minnisblaðinu er farið yfir ráðningarferlið og mat á þeim umsóknum sem bárust.

Byggðarráð hefur kynnt sér gögn málsins og samþykkir að ráða Þorgils Magnússon í starf sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra. Sveitarstjóra er falið að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Þorgils.

Björn Bjarnason lætur af störfum um áramót. Byggðarráð þakkar Birni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

Sveitarstjórn - 386. fundur - 12.12.2024

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Að aflokinni yfirferð allra gagna málsins samþykkir Sveitarstjórn Húnaþings vestra ráðningu Þorgils Magnússonar í starf sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?