Skipulags- og umhverfisráð

369. fundur 01. ágúst 2024 kl. 15:00 - 16:20 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ingimar Sigurðsson formaður
  • Fríða Marý Halldórsdóttir aðalmaður
  • Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulags- og byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.Umsagnarbeiðni um nýtt svæðisskipulag Vestfjarða.

Málsnúmer 2407042Vakta málsnúmer

Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða óskar eftir umsögn við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:



Svæðisskipulag Vestfjarða, nr. 0603/2024: Lýsing (Nýtt svæðisskipulag)
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við lýsingu á Svæðisskipulagi Vestfjarða, nr. 0603/2024.

2.Umsagnarbeiðni um vindorkugarðinn Sólheimar.

Málsnúmer 2407035Vakta málsnúmer

Vindorkugarðurinn Sólheimar, nr. 0852/2024: Kynning umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum).

Qair Iceland áformar að reisa 209 MW vindorkugarð með 29 vindmyllum sem verða allt að 200 m á hæð í landi Sólheima í Dalabyggð.
Umhverfismat á áhrifum á landslag og ásýnd fyrir vindorkugarðinn Sólheima sýnir að fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa veruleg áhrif á landslag og sjónræna ásýnd í Húnaþingi vestra, sérstaklega í nágrenni við Hrútafjörð, Miðfjörð og á lágheiðum. Sjónræn áhrif verða mikil við ákveðnar sjónlínur þar sem vindmyllurnar yrðu sýnilegar.
Það er jákvætt að matið tekur til ýmissa sjónarhorna og veitir innsýn í möguleg áhrif á bæði nær- og fjarlægðarsýn. Þetta hjálpar til við að skilja hvernig framkvæmdin mun hafa áhrif á mismunandi hluta svæðisins og hversu mikil þau áhrif kunna að vera.
Viðfangsefni matsins er að meta neikvæð áhrif og koma með raunhæfar tillögur um mótvægisaðgerðir.
Á heildina litið er umhverfismatið fyrir vindorkugarðinn Sólheima gott og veitir mikilvægar upplýsingar fyrir hagsmunaaðila.

3.Umsagnarbeiðni um breytingu á aðalskipulagi Húnabyggðar.

Málsnúmer 2407034Vakta málsnúmer

Breytingin er til komin vegna áforma Vegagerðarinnar að endurbyggja hluta Vatnsdalsvegar og hluta Svínvetningarbrautar en framkvæmdin er í undirbúningi. Breyting á aðalskipulagi felst í því að þrjú ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022.

4.Umsagnarbeiðni um nýtt aðalskipulag Strandabyggðar.

Málsnúmer 2407033Vakta málsnúmer

Um er að ræða heildarendurskoðun gildandi aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022. Síðan að gildandi skipulag var samþykkt hafa ýmsar forsendur tekið breytingum s.s. atvinnulíf og fólksfjöldi og ýmis ný tækifæri og áskoranir litið dagsins ljós. Kynning tillögu á vinnslustigi (nýtt aðalskipulag) aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2033, nr. 0675/2024.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við endurskoðun á aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033

5.Bessastaðir, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 2407032Vakta málsnúmer

Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir gerð vegaslóða og plön, staðsetningu á loftnetum og legu kapla í landi Bessastaða.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að heimila framkvæmdaleyfi sem er í samræmi við deiliskipulag 16.04.2009 í landi Bessastaða á Heggstaðanesi.

6.Arnarvatnsheiði, umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2407021Vakta málsnúmer

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru sækir um byggingarleyfi fyrir 30,8 m² frístundarhúsin á Arnarvatnsheiði L186503.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.

7.Umsókn um byggingarheimild

Málsnúmer 2406066Vakta málsnúmer

Sigrún Þórisdóttir sækir um byggingarheimild fyrir breytingu á þaki á Hvammstangabraut 22 L144296.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir þar sem að fyrir liggur samþykki aðliggjandi nágranna að Hvammstangabraut 20.

8.Umsókn um niðurrif á fjósi

Málsnúmer 2406064Vakta málsnúmer

Elmar Baldursson sækir um niðurrif á fjósi mhl. 05 á Tjörn 2 L2134951.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugað niðurrif.

9.Strandgata 1, umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 2406042Vakta málsnúmer

Kaupfélag vestur Húnvetninga sækir um stöðuleyfi fyrir fóðurtank við Strandgötu 1 L144403
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðið stöðuleyfi til eins árs.

10.Hvoll 19, umsókn um byggingarheimild.

Málsnúmer 2402006Vakta málsnúmer

Guðjón Gíslason sækir um byggingarheimild fyrir 42,7 m² stækkun á sumarhúsi á Hvoli lóð nr. 19 L193268.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Var efnið á síðunni hjálplegt?