Umsagnarbeiðni um breytingu á aðalskipulagi Húnabyggðar.

Málsnúmer 2407034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 369. fundur - 01.08.2024

Breytingin er til komin vegna áforma Vegagerðarinnar að endurbyggja hluta Vatnsdalsvegar og hluta Svínvetningarbrautar en framkvæmdin er í undirbúningi. Breyting á aðalskipulagi felst í því að þrjú ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022.

Skipulags- og umhverfisráð - 371. fundur - 12.11.2024

Sveitarstjórn Húnabyggðar ákvað á fundi sínum 12. desember 2023 að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags og að stefnt sé að því að þeirri vinnu ljúki á yfirstandi kjörtímabili.



Í gildi er aðalskipulag fyrir sveitarfélögin tvö sem sameinuðust í Húnabyggð árið 2022.

· Aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 25. maí 2012, öðlaðist gildi 11. júní 2012

· Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn 25. maí 2012, öðlaðist gildi 11. júní 2012

· Aðalskipulag Skagabyggðar 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 5. september 2011 og öðlaðist gildi 5. október 2011
Skipulags- og umhverfsráð leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við skipulagslýsingu á endurskoðuðun aðalskipulagis Húnabyggðar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?