Umsagnarbeiðni um vindorkugarðinn Sólheimar.

Málsnúmer 2407035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 369. fundur - 01.08.2024

Umhverfismat á áhrifum á landslag og ásýnd fyrir vindorkugarðinn Sólheima sýnir að fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa veruleg áhrif á landslag og sjónræna ásýnd í Húnaþingi vestra, sérstaklega í nágrenni við Hrútafjörð, Miðfjörð og á lágheiðum. Sjónræn áhrif verða mikil við ákveðnar sjónlínur þar sem vindmyllurnar yrðu sýnilegar.
Það er jákvætt að matið tekur til ýmissa sjónarhorna og veitir innsýn í möguleg áhrif á bæði nær- og fjarlægðarsýn. Þetta hjálpar til við að skilja hvernig framkvæmdin mun hafa áhrif á mismunandi hluta svæðisins og hversu mikil þau áhrif kunna að vera.
Viðfangsefni matsins er að meta neikvæð áhrif og koma með raunhæfar tillögur um mótvægisaðgerðir.
Á heildina litið er umhverfismatið fyrir vindorkugarðinn Sólheima gott og veitir mikilvægar upplýsingar fyrir hagsmunaaðila.

Var efnið á síðunni hjálplegt?