Tónlistarskóli Húnaþings vestra - starfið 2024-2025

Málsnúmer 2409060

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 248. fundur - 26.09.2024

Lögð var fram tillaga að breytingu á dagskrárliðum vegna forfalla. Liður 4 verður að lið nr. 1. Samþykkt samhljóða. Pálína Fanney Skúladóttir mætti til fundar kl. 15:00
Skólastjóri tónlistarskóla fór yfir starfsemi tónlistarskólans og veturinn framundan. Nemendafjöldi er 82, þar af 8 nemendur í forskólahóp í leikskóla. Tölverðar breytingar eru í starfsmannahópnum en starfsmenn eru 8. Helstu breytingar eru hóptímar þar sem unnið er með samspil í hljómsveit. Aukið hefur verið við hljóðfærasafn skólans. Einnig var greint frá að ný aðalnámskrá tónlistarskóla er í vinnslu og skólinn fylgist með þeirri vinnu.
Pálína Fanney vék af fundi kl. 15:18
Var efnið á síðunni hjálplegt?