Fræðsluráð

248. fundur 26. september 2024 kl. 15:00 - 17:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður
  • Halldór Sigfússon aðalmaður
  • Guðmundur Ísfeld aðalmaður
  • Ingi Hjörtur Bjarnason varamaður
  • Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Lögð var fram tillaga að breytingu á dagskrárliðum vegna forfalla. Liður 4 verður að lið nr. 1. Samþykkt samhljóða. Pálína Fanney Skúladóttir mætti til fundar kl. 15:00

1.Tónlistarskóli Húnaþings vestra - starfið 2024-2025

Málsnúmer 2409060Vakta málsnúmer

Skólastjóri tónlistarskóla fór yfir starfsemi tónlistarskólans og veturinn framundan. Nemendafjöldi er 82, þar af 8 nemendur í forskólahóp í leikskóla. Tölverðar breytingar eru í starfsmannahópnum en starfsmenn eru 8. Helstu breytingar eru hóptímar þar sem unnið er með samspil í hljómsveit. Aukið hefur verið við hljóðfærasafn skólans. Einnig var greint frá að ný aðalnámskrá tónlistarskóla er í vinnslu og skólinn fylgist með þeirri vinnu.
Pálína Fanney vék af fundi kl. 15:18

2.Leikskólinn Ásgarður - starfið 2024-2025

Málsnúmer 2409059Vakta málsnúmer

Skólastjóri leikskóla boðaði forföll og dagskrárlið er því frestað.
Eydís Bára Jóhannsdóttir, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Harpa Hallgrímsdóttir mættu til fundar kl.15:19. Elsche Oda Apel mætti til fundar kl. 15:20.

3.Menntastefna Húnaþings vestra

Málsnúmer 2409061Vakta málsnúmer

Skólastjórnendur grunnskóla fóru yfir helstu atriði af sameiginlegum starfsdegi grunn- leik- og tónlistarskóla þar sem menntastefna var rýnd. Þar var unnið með hugmyndir eins og umhverfisdaga, útikennslusvæði og bókadag. Einnig var ákveðið að í stað þess að gera sérstaka framkvæmdaáætlun verði hún samþætt umbótaáætlunum skólanna. Verið er að undirbúa markmið í heilsueflandi skóla sem tengjast menntastefnunni beint.

4.Grunnskóli Húnaþings vestra - starfið 2024-2025

Málsnúmer 2409058Vakta málsnúmer

Skólastjórnendur grunnskóla fór yfir starfsemi grunnskólans og veturinn framundan. Nemendafjöldi er 123 og starfsmenn er um 40. Færri stuðningsfulltrúar eru við störf en fleiri kennarastöður til að efla stoðþjónustu.
Skólastjórnendur sögðu frá valgreinadegi, menntabúðum, árshátíð o.fl. Skólinn tekur þátt í stóru Erasmus verkefni er varðar námsefni um loftslagsmál. Fjórir nemendur taka þátt, tveir starfsmenn úr skólanum og tveir starfsmenn frá Selasetri Íslands. Pönnuvöllur er kominn á lóðina og von er á klifurvegg innanhúss sem er gjöf frá Kvenfélaginu Björk. Símalaus skóli gengur vel og hefur mjög góð áhrif á samskipti og staðblæ í skólanum.
Eydís Bára, Guðrún Ósk, Elsche og Harpa véku af fundi kl. 15:45
Sigurður Guðmundsson mætti til fundar kl. 15:54

5.Skólabúðirnar að Reykjum - starfið 2024-2025

Málsnúmer 2409057Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Skólabúða á Reykjum fór yfir starfsemi skólabúðanna og veturinn framundan. Nemendafjöldi er um 3600 á ári, og starfsmenn eru 9. Starfið er með svipuðu sniði og síðasta ár og ánægja hjá kennurum og nemendum sem sækja starfið.
Sigurður Guðmundsson vék af fundi kl. 16:33

6.Fundargerðir farsældarteymis

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Fundargerðir farsældarteymis lagðar fram til kynningar.

7.Helstu verkefni Fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni á fjölskyldusviði frá síðasta fundi. Þar má nefna bækling/samantekt um frístundastarf í Húnaþingi vestra, samfélagsmiðstöð, íbúafund og fundi með nemendum, skýrslur vegna styrkja sem veittir voru vegna Krakkasveiflunnar, Klúbbastarf á skólatíma, þjónustukönnun og starfsmannakönnun Íþróttamiðstöðvar, endurmenntunaráætlun og starfsáætlun. Mál til afgreiðslu og í vinnslu voru 77 og einstaklingsmál 77.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?