Helstu verkefni Fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024

Málsnúmer 2401004

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 252. fundur - 31.01.2024

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi.

Félagsmálaráð - 253. fundur - 28.02.2024

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi. Almenn mál til meðferðar og afgreiðslu eru 42 og einstaklingsmál 54.

Félagsmálaráð - 254. fundur - 03.04.2024

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni frá síðasta fundi. Almenn mál til meðferðar voru 48 og einstaklingsmál 50.

Fræðsluráð - 246. fundur - 30.05.2024

Sviðsstjóri fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs.

Fræðsluráð - 247. fundur - 21.08.2024

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs. Þar má nefna vinnu við endurmenntunaráætlun, undirbúning samfélagsmiðstöðvar, tæknismiðju (FabLab) og störf tengslafulltrúa, rafræn eyðublöð, Krakkasveifluna, stuðningsáætlanir o.fl.
Mál til afgreiðslu og í vinnslu eru 70 og einstaklingsmál eru 76. Farið var yfir helstu verkefni munnlega og til kynningar.

Fræðsluráð - 248. fundur - 26.09.2024

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni á fjölskyldusviði frá síðasta fundi. Þar má nefna bækling/samantekt um frístundastarf í Húnaþingi vestra, samfélagsmiðstöð, íbúafund og fundi með nemendum, skýrslur vegna styrkja sem veittir voru vegna Krakkasveiflunnar, Klúbbastarf á skólatíma, þjónustukönnun og starfsmannakönnun Íþróttamiðstöðvar, endurmenntunaráætlun og starfsáætlun. Mál til afgreiðslu og í vinnslu voru 77 og einstaklingsmál 77.

Félagsmálaráð - 257. fundur - 02.10.2024

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu verkefni sviðsins frá síðasta fundi. Almenn mál til afgreiðslu/vinnslu eru 70 og einstaklingsmál 77.

Félagsmálaráð - 258. fundur - 30.10.2024

Í október 2024 voru 77 mál til afgreiðslu og/eða vinnslu hjá fjölskyldusviði samkvæmt verkefnaskrá. Einstaklingsmál voru 47.

Helstu verkefni voru stytting vinnuviku, stefna og aðgerðaráætlun um vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, svæðisbundin farsældarráð, reglur um stuðnings- og stoðþjónustu, reglur um akstursþjónustu, gott að eldast, farsæld barna, undirbúningur samfélagsmiðstöðvar, barnavernd, undirbúningur samantektar um frístundastarf, skýrsla um krakkasvefluna, fræðslustjóri að láni o.fl.

Fræðsluráð - 249. fundur - 31.10.2024

Í október 2024 voru 77 mál til afgreiðslu og/eða vinnslu hjá fjölskyldusviði samkvæmt verkefnaskrá. Einstaklingsmál voru 47.

Helstu verkefni voru stytting vinnuviku, stefna og aðgerðaráætlun um vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, svæðisbundin farsældarráð, reglur um stuðnings- og stoðþjónustu, reglur um akstursþjónustu, gott að eldast, farsæld barna, félagsþjónusta, undirbúningur samfélagsmiðstöðvar, barnavernd, undirbúningur samantektar um frístundastarf, skýrsla um krakkasveifluna, fræðslustjóri að láni o.fl.

Sviðsstjóri sagði einnig frá verkefninu Öruggara Norðurland vestra.

Fræðsluráð - 250. fundur - 28.11.2024

Sviðsstjóri fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi. 72 almenn mál voru á málaskrá fjölskyldusviðs og 64 einstaklingsmál.

Helstu verkefni voru stefna og aðgerðaráætlun um vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, reglur um stuðnings- og stoðþjónustu, gott að eldast, farsæld barna, félagsþjónusta, undirbúningur samfélagsmiðstöðvar, barnavernd, fræðslustjóri að láni, íþróttahérað Norðurlands vestra, tengiráðgjafi o.fl. Einnig voru helstu tölur um málaflokka fjölskyldusviðs kynntar.
Var efnið á síðunni hjálplegt?