Félagsmálaráð

254. fundur 03. apríl 2024 kl. 10:00 - 11:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gerður Rósa Sigurðardóttir formaður
  • Júlíus Guðni Antonsson aðalmaður
  • Kolfinna Rún Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson embættismaður
  • Henrike Wappler
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir farsældarteymis

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar farsældarteymis lögð fram til kynningar.

2.Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu

Málsnúmer 2403005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Gæða- og eftirlitstofnun um frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu. Einnig lagt fram svarbréf fjölskyldusviðs sem að hluta til er samræmt með Skagafirði vegna samstarfs um málefni fatlaðs fólks. Ekki er alveg lokið að uppfæra allt regluverk samkvæmt athuguninni en er í vinnslu.

3.Gott að eldast

Málsnúmer 2310068Vakta málsnúmer

Henrike Wappler greindi frá vinnu vegna verkefnisins Gott að eldast. Kynningarfundur verður haldinn þann 15. apríl kl. 16:15 í Félagsheimili Hvammstanga fyrir íbúa.

4.Helstu verkefni Fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024

5.Rafræn íbúagátt

Málsnúmer 2403061Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti nýja rafræna íbúagátt sem verið er að koma upp. Hún verður aðgengileg þegar öll umsóknareyðublöð hafa verið sett í gáttina.

6.Öruggara Norðurland

Málsnúmer 2403062Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti verkefnið Öruggara Norðurland sem er samstarfsverkefni Lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, sýslumannsins á Norðurlandi vestra, sveitarfélaganna Húnaþings vestra, Húnabyggðar, Skagabyggð, Skagastrandar og Skagafjarðar, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ásamt ungmennafélögunum USAH, USVH og UMSS sem hafa ákveðið að vinna saman gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og að bættri þjónustu undir heitinu Öruggara Norðurland vestra.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?