Gott að eldast

Málsnúmer 2310068

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 249. fundur - 25.10.2023

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti þróunarverkefnið Gott að eldast sem fer formlega af stað 30. október 2023.

Öldungaráð - 8. fundur - 15.11.2023

Verkefnið Gott að eldast kynnt og sú vinna sem hafin er vegna þess. Markmið þess er að samþætta þjónustu við eldri borgara undir einum rekstraraðila. Öldungaráð fagnar því að verkefnið sé komið af stað.

Félagsmálaráð - 252. fundur - 31.01.2024

Henrike fór yfir stöðuna í verkefninu Gott að eldast. Verið er að greina gögn og hvers konar þjónusta er veitt.

Félagsmálaráð - 254. fundur - 03.04.2024

Henrike Wappler greindi frá vinnu vegna verkefnisins Gott að eldast. Kynningarfundur verður haldinn þann 15. apríl kl. 16:15 í Félagsheimili Hvammstanga fyrir íbúa.

Öldungaráð - 9. fundur - 18.04.2024

Eggert Karlsson boðaði forföll og Kristín R. Guðjónsdóttir, varamaður, mætti í hans stað.
Henrike Wappler og Sesselja Kristín fóru yfir stöðu verkefnisins Gott að eldast. Undirbúningur fyrir samþætta heimaþjónustu sveitarfélagsins, heimahjúkrunar og dagdvöl gengur vel og stefnt að því að hún taki formlega til starfa næsta haust. Öldungaráð fagnar því að hægt verði að sækja þjónustu á einum stað. Einnig voru ræddar hugmyndir um nafn á þjónustuna. Öldungaráð leggur til að kallað verði eftir hugmyndum meðal íbúa. Henrike og Kristín fóru einnig yfir núverandi starfsemi og fjölda þjónustuþega.
Þá var rætt um möguleika og framtíðarsýn á akstursþjónustu. Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að hafa þjálfara til aðstoðar íbúum í íþróttamiðstöð, sérstaklega fyrir þrektækjasal. Öldungaráð vill annars hrósa opnunartíma og þjónustu í Íþróttamiðstöð.

Félagsmálaráð - 256. fundur - 28.08.2024

Henrike Wappler yfirfélagsráðgjafi fór yfir stöðu verkefnisins Gott að eldast. Drög að samningi milli HVE og Húnaþings vestra liggja fyrir og stefnt er að undirritun fljótlega.

Félagsmálaráð - 257. fundur - 02.10.2024

Henrike Wappler fór yfir stöðu verkefnisins. Samningur er tilbúinn og búið er að segja starfsfólki heimaþjónustu upp og bjóða þeim sambærilegt starf hjá HVE frá og með 1. janúar 2025. Starfsaðstaða verður á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og endurbætur á því húsnæði að hefjast. Stefnt er á að koma upplýsingaefni til íbúa fljótlega sem og halda íbúafund.

Öldungaráð - 10. fundur - 29.10.2024

Henrike Wappler mætti á fund kl. 10:00
Henrike Wappler og Kristín Eggertsdóttir fóru yfir stöðu verkefnisins Gott að eldast. Búið er að skrifa undir samning og þjónustan hefst formlega 1. janúar 2025. Öldungaráð fagnar verkefninu og framvindu þess.

Kristín sagði einnig frá ráðstefnu LBÍ um störf öldungaráða á landsvísu. Mög mismunandi er hversu virk ráðin eru og hvernig greitt er fyrir störf þeirra. Fundir eru frá tveimur til átta á ári. Hún sagði einnig frá því að meiri aldursdrefing er í sumum öldungaráðum.

Öldungaráð ræddi samsetningu ráðsins, kosti og galla þess.



Henrike vék af fundi kl. 11:03
Var efnið á síðunni hjálplegt?