Öldungaráð

11. fundur 25. mars 2025 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Sigurðsson formaður
  • Jóna Halldóra Tryggvadóttir aðalmaður
  • Gyða Sigríður Tryggvadóttir aðalmaður
  • Eggert Karlsson aðalmaður
  • Ólafur Bergmann Óskarsson aðalmaður
  • Kristbjörg Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Bogi Magnusen Kristinsson mætti til fundar kl. 10:00

1.Lífsgæðakjarni

Málsnúmer 2410027Vakta málsnúmer

Byggingar- og skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir að lífsgæðakjarna. Öldungaráð fagnar hugmyndavinnu um lífsgæðakjarna neðan við Nestún og styður tillögur að skipulagi.
Bogi vék af fundi kl. 10:37

2.Íbúðir aldraða Nestúni

Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri sagði frá hugmyndavinnu um endurbætur á íbúðum í Nestúni. Öldungaráð áréttar einnig um nauðsyn góðra hálkuvarna við Nestún og að fjölgun bílastæða verði flýtt eins og kostur er.

3.Kort yfir bekki í Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2302010Vakta málsnúmer

Öldungaráð vill minna á bekkjarkort sem unnin voru fyrir nokkru og hvetur sveitarstjórn til að huga að fjölgun bekkja. Einnig minnir öldungaráð á að ekki hefur verið gengið frá bekk sem gefinn var af kvenfélagi. Öldungaráð leggur til að Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Kristbjörg Gunnarsdóttir og Sigurður Þór Ágústsson fundi með umhverfissviði um málið.

4.Heilsueflandi og barnvænt sveitarfélag

Málsnúmer 2403009Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti drög að stefnu um vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Öldungaráð fagnar stefnu í málaflokknum og leggur áherslu á að kynna íþrótta- og tómstundastarf að hausti.
Henrike Wappler mætti til fundar kl. 11:05

5.Gott að eldast

Málsnúmer 2310068Vakta málsnúmer

Henrike Wappler greindi frá stöðu verkefnisins Gott að eldast. Samþætt þjónusta hófst 1. janúar 2025. Nýjung í þjónustunni er heimaendurhæfing til að auka virkni og tengslaráðgjöf gegn félagslegri einangrun. Nýtt rými í eldri hluta sjúkrahúss verður tekið í notkun fjótlega. Kvöld- og helgarþjónusta er ekki hafin. Öldungaráð fagnar því að verkefnið er komið af stað.
Henrike Wappler vék af fundi kl. 11:34

Fundi slitið - kl. 12:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?