Félagsmálaráð

258. fundur 30. október 2024 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gerður Rósa Sigurðardóttir formaður
  • Kolfinna Rún Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sólveig Hulda Benjamínsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Jóhannesdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson embættismaður
  • Henrike Wappler embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks

Málsnúmer 2410037Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks og drög að gjaldskrá fyrir akstursþjónustu. Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

2.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Í október 2024 voru 77 mál til afgreiðslu og/eða vinnslu hjá fjölskyldusviði samkvæmt verkefnaskrá. Einstaklingsmál voru 47.

Helstu verkefni voru stytting vinnuviku, stefna og aðgerðaráætlun um vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, svæðisbundin farsældarráð, reglur um stuðnings- og stoðþjónustu, reglur um akstursþjónustu, gott að eldast, farsæld barna, undirbúningur samfélagsmiðstöðvar, barnavernd, undirbúningur samantektar um frístundastarf, skýrsla um krakkasvefluna, fræðslustjóri að láni o.fl.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?