Fræðsluráð

250. fundur 28. nóvember 2024 kl. 15:00 - 16:45 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir formaður
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir aðalmaður
  • Halldór Sigfússon aðalmaður
  • Guðmundur Ísfeld aðalmaður
  • Eygló Hrund Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
Kristinn Arnar Benjamínsson skólastjóri leikskólans Ásgarðs og Rannvá Björk Þoreleifsdóttir, fulltrúi foreldra mættu til fundar kl. 15:00

1.Starfsáætlun leikskóla 2025

Málsnúmer 2410051Vakta málsnúmer

Kristinn Arnar Benjamínsson fór yfir helstu atriði í starfinu á yfirstandandi skólaári. Nú eru 18,8 stöðugildi við skólann. Gert er ráð fyrir að stöðugildin verði mest 21 eftir áramót og lækki svo aftur um haustið. Áætlaður barnafjöldi verður mest 66, núverandi barnafjöldi er 59. Í vor verða þrír menntaðir kennarar við skólann.
Kristinn Arnar Benjamínsson skólastjóri leikskólans Ásgarðs og Rannvá Björk Þoreleifsdóttir, fulltrúi foreldra véku af fundi kl. 15:21

2.Áskorun til sveitarstjórna á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 2411004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

3.Opnunartími leikskóla og grunnskóla í kjölfar kjarasamninga

Málsnúmer 2411049Vakta málsnúmer

Fræðsluráð leggur til við Byggðarráð að skipa starfshóp til að fara yfir þessar áskoranir og mögulegar lausnir í samvinnu við starfsmenn, foreldra og atvinnurekendur í Húnaþingi vestra.

4.Þjónustukönnun íþróttamiðstöðvar 2024

Málsnúmer 2411048Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar. Fræðsluráð tekur undir vilja í þjónustukönnun til að skoða breytilegan opnunartíma að morgni.

5.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2024

Málsnúmer 2411051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.
Halldór Sigfússon vék af fundi kl. 16:13

6.Helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir helstu verkefni fjölskyldusviðs frá síðasta fundi. 72 almenn mál voru á málaskrá fjölskyldusviðs og 64 einstaklingsmál.

Helstu verkefni voru stefna og aðgerðaráætlun um vellíðan án tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, reglur um stuðnings- og stoðþjónustu, gott að eldast, farsæld barna, félagsþjónusta, undirbúningur samfélagsmiðstöðvar, barnavernd, fræðslustjóri að láni, íþróttahérað Norðurlands vestra, tengiráðgjafi o.fl. Einnig voru helstu tölur um málaflokka fjölskyldusviðs kynntar.

7.Heimsókn í dreifnám

Málsnúmer 2411050Vakta málsnúmer

Fræðsluráð heimsótti Dreifnámi FNV á Hvammstanga og fékk kynningu á starfseminni frá Valdísi Auði Arnardóttur.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?