Opnunartími leikskóla og grunnskóla í kjölfar kjarasamninga

Málsnúmer 2411049

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 250. fundur - 28.11.2024

Lagt fram bréf skólastjóra leikskóla þar sem farið er yfir áskoranir í starfinu sem fylgja 36 stunda vinnuviku starfsmanna leikskóla. Dagvinnutími annarra en félagsmanna KÍ er nú 7,2 klukkustundir en dvalartími barna allt að 8,5 klukkustundir. Sambærilegar áskoranir eru í frístundastarfi í grunnskóla.
Fræðsluráð leggur til við Byggðarráð að skipa starfshóp til að fara yfir þessar áskoranir og mögulegar lausnir í samvinnu við starfsmenn, foreldra og atvinnurekendur í Húnaþingi vestra.

Byggðarráð - 1234. fundur - 16.12.2024

Lögð fram drög að erindisbréfi.
Byggðarráð samþykkir framlagt erindisbréf. Í hópnum munu sitja: Formaður fræðsluráðs sem jafnframt er formaður hópsins, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn, skólastjórar grunn- og leikskóla, fulltrúar foreldrafélaga í grunn- og leikskóla og fulltrúi úr atvinnulífinu í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir tilnefningum frá foreldrafélögum grunn- og leikskóla ásamt fulltrúa atvinnulífs.

Sveitarstjórn - 387. fundur - 09.01.2025

Þorleifur Karl Eggertsson vék af fundi kl. 15:20. Magnús Magnússon varaoddviti tók við fundarstjórn.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf starfshóps um opnunartíma leikskóla og grunnskóla eftir gerð kjarasamninga og skipan eftirtalinna í hópinn:
Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður fræðsluráðs sem jafnframt er formaður hópsins.
Eygló Hrund Guðmundsdóttir, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn.
Kristinn Arnar Benjamínsson, leikskólastjóri Leikskólans Ásgarðs.
Eydís Bára Jóhannsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra.
Þórunn Ýr Elíasdóttir, kaupfélagsstjóri fyrir hönd atvinnurekenda.
Rannvá Björk Þorleifsdóttir, fyrir hönd foreldra í leikskóla.
Hjördís Bára Sigurðardóttir, fyrir hönd foreldra í grunnskóla.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Þorleifur Karl Eggertsson kom aftur til fundar kl. 15:24 og tók við fundarstjórn að nýju.

Starfshópur um opnunartíma leikskóla og grunnskóla. - 1. fundur - 23.01.2025

Hjördís Bára Sigurðardóttir boðaði forföll.
Farið yfir erindisbréf hópsins og forsendur ræddar. Kjarasamningsumhverfi starfsmanna sveitarfélagsins er með þeim hætti frá 1. nóvember 2024 að full vinnuvika er 36 stundir sem veldur mönnunarvanda.
Ákveðið að kanna hug atvinnurekenda, íbúa og foreldra til þeirrar tillögu að leikskóli og frístund loki t.d. kl. 14:00 á föstudögum og/eða stytta hvern dag um 30 mín. Einnig verði kallað eftir öðrum tillögum. Það verði gert á íbúafundi og með opnu samráði. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að gera drög að kynningu fyrir næsta fund. Lagt til að halda íbúafund í febrúar 2025 um málið.



Rannvá Björk Þorleifsdóttir vék af fundi kl. 13:33

Starfshópur um opnunartíma leikskóla og grunnskóla. - 2. fundur - 13.02.2025

Lögð fram drög að kynningu fyrir íbúafund þann 18. febrúar. Kynning og fyrirkomulag fundarins samþykkt.
Var efnið á síðunni hjálplegt?