Opnunartími leikskóla og grunnskóla í kjölfar kjarasamninga

Málsnúmer 2411049

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 250. fundur - 28.11.2024

Fræðsluráð leggur til við Byggðarráð að skipa starfshóp til að fara yfir þessar áskoranir og mögulegar lausnir í samvinnu við starfsmenn, foreldra og atvinnurekendur í Húnaþingi vestra.

Byggðarráð - 1234. fundur - 16.12.2024

Byggðarráð samþykkir framlagt erindisbréf. Í hópnum munu sitja: Formaður fræðsluráðs sem jafnframt er formaður hópsins, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn, skólastjórar grunn- og leikskóla, fulltrúar foreldrafélaga í grunn- og leikskóla og fulltrúi úr atvinnulífinu í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir tilnefningum frá foreldrafélögum grunn- og leikskóla ásamt fulltrúa atvinnulífs.
Var efnið á síðunni hjálplegt?