Byggðarráð

1234. fundur 16. desember 2024 kl. 14:00 - 14:56 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 2412026Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Með viðaukanum er samningur um rekstur Náttúrustofunnar framlengdur um eitt ár, til 31. desember 2025, á meðan lokið er við úttekt á rekstri náttúrustofa og gerðar tillögur að framtíðarfyrirkomulagi.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.

2.Gjaldskrár fjallaskála

Málsnúmer 2412027Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um gjaldskrár fjallaskála í eigu sveitarfélagsins.
Í minnisblaðinu kemur fram tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir gistingu í fjallaskálum sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá:
Gisting í eina nótt hækkar úr kr. 4000 í kr. 5000.
Börn undir 12 ára aldri greiða hálft gjald, kr. 2500.

3.Störf undanþegin verkfallsheimild 2025

Málsnúmer 2412013Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir störf hjá sveitarfélaginu sem undanþegin eru verkfallsheimild.
Tekið hefur verið tillit til athugasemda viðkomandi stéttarfélaga. Byggðarráð samþykkir framlagðan lista og felur sveitarstjóra að senda listann til birtingar í Stjórnartíðindum.

4.Stöðumat jafnréttisáætlunar 2023-2026

Málsnúmer 2308018Vakta málsnúmer

Lagt fram stöðumat aðgerða jafnréttisáætlunar Húnaþings vestra fyrir árin 2023-2026.
Í stöðumatinu kemur fram staða á framkvæmd aðgerða sem tilgreindar eru í Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra en meta á stöðu aðgerða árlega og leggja í framhaldinu fram endurskoðaða áætlun. Flestar aðgerðirnar eru viðvarandi verkefni. Þremur aðgerðum er að fullu lokið, tvær eru ekki hafnar en aðrar aðgerðir eru í vinnslu. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa fengið könnun þar sem spurt er út í innihald áætlunarinnar til að fá fram sem flest sjónarmið við endurskoðunar áætlunarinnar.

Byggðarráð samþykkir að í nýrri endurskoðaðri útgáfu Jafnréttisáætlunar verði þær aðgerðir sem lokið er felldar út úr aðgerðalista. Byggðarráð samþykkir jafnframt tillögu að breytingum á þremur aðgerðum og breyttum tímamörkum á sex aðgerðum. Að fengnum athugasemdum frá starfsmönnum er sveitarstjóra falið að leggja endurskoðaða áætlun fyrir byggðarráð.



5.Erindisbréf starfshóps um opnunartíma leikskóla og grunnskóla í kjölfar kjarasamninga

Málsnúmer 2411049Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að erindisbréfi.
Byggðarráð samþykkir framlagt erindisbréf. Í hópnum munu sitja: Formaður fræðsluráðs sem jafnframt er formaður hópsins, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn, skólastjórar grunn- og leikskóla, fulltrúar foreldrafélaga í grunn- og leikskóla og fulltrúi úr atvinnulífinu í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir tilnefningum frá foreldrafélögum grunn- og leikskóla ásamt fulltrúa atvinnulífs.

6.Fundargerð 959. fundar

Málsnúmer 2412024Vakta málsnúmer

Fundargerð 959. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. nóvember 2024 lögð fram til kynningar.
Bætt á dagskrá:

7.Beiðni um afslátt af leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga

Málsnúmer 2412043Vakta málsnúmer

Kvenfélagið Iðja óskar eftir afslætti af leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga vegna jólatrésskemmtunar 28. desember nk.
Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu.

Fundi slitið - kl. 14:56.

Var efnið á síðunni hjálplegt?