Drög að Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra 2023-2026

Málsnúmer 2308018

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1185. fundur - 14.08.2023

Samkvæmt 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála skulu sveitarstjórnir að afloknum sveitarstjórnarkosningum sjá til þess að sveitarfélagið setji sér áætlun um jafnréttismál fyrir nýtt kjörtímabil. Áætlunin skal lögð fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn, hún rædd árlega í sveitarstjórn og endurskoðuð eftir þörfum. Byggðarráð samþykkir að drögin með áorðnum breytingum verði sett í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins.

Byggðarráð - 1234. fundur - 16.12.2024

Lagt fram stöðumat aðgerða jafnréttisáætlunar Húnaþings vestra fyrir árin 2023-2026.
Í stöðumatinu kemur fram staða á framkvæmd aðgerða sem tilgreindar eru í Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra en meta á stöðu aðgerða árlega og leggja í framhaldinu fram endurskoðaða áætlun. Flestar aðgerðirnar eru viðvarandi verkefni. Þremur aðgerðum er að fullu lokið, tvær eru ekki hafnar en aðrar aðgerðir eru í vinnslu. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa fengið könnun þar sem spurt er út í innihald áætlunarinnar til að fá fram sem flest sjónarmið við endurskoðunar áætlunarinnar.

Byggðarráð samþykkir að í nýrri endurskoðaðri útgáfu Jafnréttisáætlunar verði þær aðgerðir sem lokið er felldar út úr aðgerðalista. Byggðarráð samþykkir jafnframt tillögu að breytingum á þremur aðgerðum og breyttum tímamörkum á sex aðgerðum. Að fengnum athugasemdum frá starfsmönnum er sveitarstjóra falið að leggja endurskoðaða áætlun fyrir byggðarráð.



Byggðarráð - 1235. fundur - 06.01.2025

Lögð fram uppfærð jafnréttisáætlun Húnaþings vestra fyrir árin 2023-2026 að aflokinni könnun meðal starfsmanna.
Áður á dagskrá 1234. fundar. Niðurstöður könnunar meðal starfsmanna voru almennt jákvæðar og gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga. Byggðarráð þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir að láta sig málið varða með þátttöku í könnuninni. Byggðarráð samþykkir framlagða uppfærða jafnréttisáætlun Húnaþings vestra ásamt stöðumati og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 387. fundur - 09.01.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða jafnréttisáætlun Húnaþings vestra fyrir árin 2023-2026.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?