Sveitarstjórn

387. fundur 09. janúar 2025 kl. 15:00 - 16:01 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Þorleifur Karl Eggertsson oddviti
  • Magnús Magnússon varaoddviti
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ingimar Sigurðsson aðalmaður
  • Viktor Ingi Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 13. dagskrárlið Litla-Borg, umsókn um skógrækt og 14. dagskrárliður verði skýrsla sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða

1.Byggðarráð - 1234

Málsnúmer 2412003FVakta málsnúmer

Fundargerð 1234. fundar byggðarráðs frá 16. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
  • Byggðarráð - 1234 Með viðaukanum er samningur um rekstur Náttúrustofunnar framlengdur um eitt ár, til 31. desember 2025, á meðan lokið er við úttekt á rekstri náttúrustofa og gerðar tillögur að framtíðarfyrirkomulagi.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1234 Í minnisblaðinu kemur fram tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir gistingu í fjallaskálum sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá:
    Gisting í eina nótt hækkar úr kr. 4000 í kr. 5000.
    Börn undir 12 ára aldri greiða hálft gjald, kr. 2500.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1234 Tekið hefur verið tillit til athugasemda viðkomandi stéttarfélaga. Byggðarráð samþykkir framlagðan lista og felur sveitarstjóra að senda listann til birtingar í Stjórnartíðindum. Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1234 Í stöðumatinu kemur fram staða á framkvæmd aðgerða sem tilgreindar eru í Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra en meta á stöðu aðgerða árlega og leggja í framhaldinu fram endurskoðaða áætlun. Flestar aðgerðirnar eru viðvarandi verkefni. Þremur aðgerðum er að fullu lokið, tvær eru ekki hafnar en aðrar aðgerðir eru í vinnslu. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa fengið könnun þar sem spurt er út í innihald áætlunarinnar til að fá fram sem flest sjónarmið við endurskoðunar áætlunarinnar.

    Byggðarráð samþykkir að í nýrri endurskoðaðri útgáfu Jafnréttisáætlunar verði þær aðgerðir sem lokið er felldar út úr aðgerðalista. Byggðarráð samþykkir jafnframt tillögu að breytingum á þremur aðgerðum og breyttum tímamörkum á sex aðgerðum. Að fengnum athugasemdum frá starfsmönnum er sveitarstjóra falið að leggja endurskoðaða áætlun fyrir byggðarráð.



  • Byggðarráð - 1234 Byggðarráð samþykkir framlagt erindisbréf. Í hópnum munu sitja: Formaður fræðsluráðs sem jafnframt er formaður hópsins, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn, skólastjórar grunn- og leikskóla, fulltrúar foreldrafélaga í grunn- og leikskóla og fulltrúi úr atvinnulífinu í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir tilnefningum frá foreldrafélögum grunn- og leikskóla ásamt fulltrúa atvinnulífs.
  • Byggðarráð - 1234
  • Byggðarráð - 1234 Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu.

2.Byggðarráð - 1235

Málsnúmer 2412004FVakta málsnúmer

Fundargerð 1235. fundar byggðarráðs frá 6. janúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
  • Byggðarráð - 1235 Byggðarráð samþykkir framlagða Húsnæðisáætlun Húnaþings vestra og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1235 Byggðarráð samþykkir framlagða starfsáætlun.
  • Byggðarráð - 1235 Byggðarráð samþykkir að úthlutanir Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs verði framvegis auglýstar í janúar. Ráðið samþykkir einnig uppfærðar reglur sjóðsins og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1235 Uppi hafa verið hugmyndir um byggingu björgunarmiðstöðvar til að leysa úr húsnæðisvanda slökkviliðs en í henni gæti jafnframt verið aðstaða fyrir sjúkrabíla og lögreglu ásamt björgunarsveit. Byggðarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur um verkefnið og samþykkir jafnframt erindisbréf hópsins. Gert er ráð fyrir að í hópnum sitji fulltrúi meirihluta í sveitarstjórn sem jafnframt verði formaður, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn, slökkviliðsstjóri, skipulags- og byggingafulltrúi og fulltrúi Björgunarsveitarinnar Húna. Með hópnum mun starfa sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir tilnefningum í hópinn.
  • Byggðarráð - 1235 Innleiðing á fundargerðakerfi hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Með kerfinu er vinnulag við ritun og birtingu fundargerða bætt til muna ásamt því að færi gefst á stóraukinni upplýsingamiðlun með birtingu fylgigagna með liðum fundargerða þar sem það á við og er mögulegt. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1235 Í uppfærðum reglum er gerð breyting á því bili sem viðhafa á verðfyrirspurn við kaup á vörum og þjónustu og við gerð verksamninga. Er um að ræða hækkun í samræmi við verðlag líkt og heimilt er skv. 2. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Einnig er lagt til að innkaupareglur verði framvegis uppfærðar á tveggja ára fresti í samræmi við framangreinda heimild, næst í nóvember 2026. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1235 Um er að ræða niðurfellingu gatnagerðagjalda af eftirtöldum lóðum út árið 2025 í samræmi við heimild úr 5.gr. laga nr. 153/2006 og 5. gr samþykkar Húnaþings vestra um gatnagerðagjöld nr. 1325/2023:

    Á Hvammstanga lóðirnar Bakkatún 3, Bakkatún 5, Bakkatún 7, Grundartún 2, Grundartún 17 og Hlíðarvegur 21.

    Á Laugarbakka lóðirnar Teigagrund 7 og Gilsbakki 1-3.

    Byggðarráð samþykkir niðurfellingu gatnagerðagjalda af framangreindum lóðum og vísar samþykktinni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1235 Áður á dagskrá 1234. fundar. Niðurstöður könnunar meðal starfsmanna voru almennt jákvæðar og gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga. Byggðarráð þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir að láta sig málið varða með þátttöku í könnuninni. Byggðarráð samþykkir framlagða uppfærða jafnréttisáætlun Húnaþings vestra ásamt stöðumati og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1235 Endurskoðunin var gerð af lögmanni sveitarfélagsins. Breytingarnar felast að mestu í uppfærðu orðalagi. Ekki er um efnislegar breytingar að ræða. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1235 Um er að ræða kynningu verkefnisstjórnar rammaáætlunar á drögum að flokkun 10 vindorkukosta. Umsagnarfrestur var upphaflega til 2. janúar 2025 en var framlengdur til 9. janúar 2025.

    Byggðarráð þakkar framlengingu á skilafresti umsagna en sérstakt verður að teljast að jafn mikilvægt og umdeilt mál sé sett í samráð yfir jól og áramót. Byggðarráð Húnaþings vestra gerir eftirfarandi athugasemdir við framlögð drög:

    Í drögunum kemur fram að verkefnisstjórnin telur brýnt að stjórnvöld ljúki stefnumótunarvinnu um virkjun vindorku í landinu. Byggðarráð tekur heilshugar undir það. Í því sambandi nefnir verkefnisstjórnin fjögur verkefni sem að mati byggðarráðs eru afar mikilvæg: (1) skoðun á stefnumótandi tillögum settum fram í skýrslunni Vindorka, valkostir og greining, (2) skipting kostnaðar og ábata m.a. milli ríkis og sveitarfélaga, (3) stefnumótun um staðarval vindorkuvera og fleiri stefnumótandi atriði og (4) breytingar á málsmeðferð vindorku í lögum um rammaáætlun. Byggðarráð leggur áherslu á að öll þessi verkefni er nauðsynlegt að vinna í náinni samvinnu við sveitarfélögin sem fara með skipulagsvald. Ógerningur er að taka afstöðu til einstakra virkjanakosta nema laga- og regluramminn sé skýr af hálfu hins opinbera og sveitarfélög geti aðlagað sínar skipulagsáætlanir að þeim ramma.

    Af þeim 10 virkjunarkostum sem tilgreindir eru í skjalinu er einn innan Húnaþings vestra, Hrútavirkjun. Þegar til hans er litið eru upplýsingar í skýrslunni um margt ófullkomnar. Til dæmis er ekki er lagt mat á samfélagsleg áhrif, ástæða þess er auk þess ekki skýrð í skýrslunni. Afar erfitt er að leggja mat á fýsileika virkjunarkostsins án þess að samfélagsleg áhrif séu tekin með í reikninginn. Einnig vantar upplýsingar fyrir Hrútavirkjun í samantekt á þeim viðföngum sem faghópur 3 telur hafi mest jákvæð og
    mest neikvæð áhrif við viðkomandi virkjunarkost. Einnig kemur fram að faghópar hafi ekki skoðað þætti eins og t.d. aðkomu að framkvæmdasvæðum né heldur hver beri þann kostnað, mengunaráhrif hafa heldur ekki verið skoðuð en hvoru tveggja eru mikilvægir þættir í mati á fýsileika virkjanakosta. Faghópar 1 og 2 hafa lagt mat á áhrif á fuglalíf og er sérstaklega fjallað um farleiðir hafarna og þá staðreynd að virkjanakosturinn Hrútavirkjun sé í farleið þeirra skv. mælingum. Byggðarráð telur brýnt að sá þáttur sé skoðaður betur áður en ákvörðun er tekin um framhald verkefnisins. Byggðarráð tekur einnig undir það sem fram kemur um að verkefnið hafi lítið verið kynnt í nærumhverfinu og á það við um fleiri virkjanakosti sem nefndir eru í skjalinu. Það verður að teljast sérstakt að einkafyrirtæki geti óskað eftir mati á virkjunarkosti innan sveitarfélags án nokkurs samtals við sveitarfélagið sem fer með skipulagsvaldið eða íbúa í nærumhverfinu.

    Að framansögðu telur byggðarráð Húnaþings vestra skynsamlegt að virkjanakosturinn sé flokkaður í biðflokk eins og lagt er til í skýrslunni. Meginástæða þess er að laga- og reglurammi liggur ekki fyrir auk þess sem ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til að leggja mat á þann virkjunarkost í sveitarfélaginu sem um ræðir. Byggðarráð gerir einnig athugasemd við það að einstaka aðilar geti "klukkað" ákveðin svæði án nokkurs samtals við sveitarfélögin eða nærumhverfi. Slíkt er ekki til þess fallið að auka traust og vilja heimamanna til að taka þátt í verkefnum sem þessum. Í vinnu við gerð regluverks um vindorku þarf að gera lagfæringar á því ferli svo sveitarfélög og íbúar þess verði þátttakendur frá upphafi í vindorkuverkefnum.

    Ráðið áskilur sér rétt til athugasemda á síðari stigum málsins.
    Bókun fundar Ingimar Sigurðsson vék af fundi kl. 15:16.

    Lögð fram eftirfarandi tillaga:
    „Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir bókun byggðarráðs.“

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Ingimar Sigurðsson kom til fundar að nýju kl. 15:18.
  • Byggðarráð - 1235 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð - 1235

3.Ungmennaráð - 76

Málsnúmer 2412002FVakta málsnúmer

Fundargerð 76. fundar ungmennaráðs frá 17. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 387. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þorleifur Karl Eggertsson oddviti kynnti fundargerð.
  • Ungmennaráð - 76 Farið yfir niðurstöður. Ungmennaráð telur ekki ástæðu til að senda inn umsögn um tillögur sem koma fram.
  • Ungmennaráð - 76 Ungmennaráð samþykkir að nýta fjármagni ungmennaráðs fyrir árið 2024 í búnaðarkaup fyrir samfélagsmiðstöð samkvæmt framlögðum lista, með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og/eða sveitarstjórnar. Bókun fundar Lögð fram eftirfarandi tillaga:

    „Sveitarstjórn samþykkir að ungmennaráð fái að ráðstafa fjármagni sem til ráðstöfunar var árið 2024 í búnaðarkaup fyrir samfélagsmiðstöð.“

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Þorleifur Karl Eggertsson vék af fundi kl. 15:20. Magnús Magnússon varaoddviti tók við fundarstjórn.

4.Skipan starfshóps um opnunartíma leikskóla og grunnskóla í kjölfar kjarasamninga

Málsnúmer 2411049Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf starfshóps um opnunartíma leikskóla og grunnskóla eftir gerð kjarasamninga og skipan eftirtalinna í hópinn:
Elín Lilja Gunnarsdóttir, formaður fræðsluráðs sem jafnframt er formaður hópsins.
Eygló Hrund Guðmundsdóttir, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn.
Kristinn Arnar Benjamínsson, leikskólastjóri Leikskólans Ásgarðs.
Eydís Bára Jóhannsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra.
Þórunn Ýr Elíasdóttir, kaupfélagsstjóri fyrir hönd atvinnurekenda.
Rannvá Björk Þorleifsdóttir, fyrir hönd foreldra í leikskóla.
Hjördís Bára Sigurðardóttir, fyrir hönd foreldra í grunnskóla.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Þorleifur Karl Eggertsson kom aftur til fundar kl. 15:24 og tók við fundarstjórn að nýju.

5.Skipan starfshóps um byggingu björgunarmiðstöðvar

Málsnúmer 2412062Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf starfshóps um byggingu björgunarmiðstöðvar og skipan eftirtalinna aðila í hópinn:
Ingimar Sigurðsson, formaður skipulags- og umhverfisráðs sem jafnframt er formaður.
Magnús Vignir Eðvaldsson, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn.
Valur Freyr Halldórsson, slökkviliðsstjóri.
Bogi Kristinsson Magnusen, skipulags- og byggingafulltrúi.
Gunnar Örn Jakobsson Skjóldal, fulltrúi Björgunarsveitarinnar Húna.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Jafnréttisáætlun 2023-2026

Málsnúmer 2308018Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða jafnréttisáætlun Húnaþings vestra fyrir árin 2023-2026.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Reglur um birtingu gagna með fundargerðum

Málsnúmer 2412063Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir reglur um birtingu gagna með fundargerðum sveitarstjórnar og fastanefnda Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra, úthlutunarreglur og úthlutun 2025

Málsnúmer 2412051Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Húsnæðisáætlun 2025

Málsnúmer 2411047Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Húnaþings vestra fyrir árin 2025-2034.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Innkaupareglur Húnaþings vestra

Málsnúmer 2412064Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir uppfærðar innkaupareglur Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Lóðaleigusamningar

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir endurskoðun á lóðaleigusamningum um lóðir í Húnaþingi vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2412067Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum árið 2025. Afslátturinn nær til eftirtalinna lóða á Hvammstanga, Bakkatúns 3, 5 og 7, Grundartúns 2 og 17 og Hlíðarvegar 21. Afslátturinn nær einnig til lóðanna Teigagrundar 7 og Gilsbakka 1-3 á Laugarbakka.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Litla-Borg, umsókn um skógrækt

Málsnúmer 2304025Vakta málsnúmer

Litla-Borg ehf hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni Litlu-Borg með það fyrir augum að hefja undirbúning og gróðursetningu vorið 2025.



Skipulags- og umhverfisráð hefur tekið málið til umfjöllunar, meðal annars á fundum nr. 356 og 365. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Skipulagsstofnun, auk þess sem fornleifaskráning var unnin fyrir svæðið.



Skipulagsstofnun staðfesti 10. júní 2024 að framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum þar sem hún er ekki talin hafa í för með sér mikil umhverfisáhrif.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Litlu-Borgar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og umsagnir frá stofnunum. Sveitarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisráði varðandi mikilvægi skógræktar fyrir útivist, kolefnisbindingu og skógarnytjar, enda verður framkvæmdin skipulögð með hliðsjón af landslagi og umhverfisáhrifum.

Framkvæmdaleyfið er veitt með eftirfarandi skilyrðum:
-Að framkvæmdin verði unnin í samræmi við framlagða áætlun um gróðursetningu og umhirðu skógarins á tímabilinu 2024-2034.
-Að almenningi verði tryggður aðgangur að skóginum til útivistar og umferðar.
-Að framkvæmdin verði tilkynnt viðeigandi stofnunum ef breytingar verða á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði eða framkvæmdum.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:01.

Var efnið á síðunni hjálplegt?